Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sérstakt kort var unnið fyrir verkefnið, en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík.
Sérstakt kort var unnið fyrir verkefnið, en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík.
Fréttir 3. febrúar 2020

Kynnir nýtt merki fyrir Demantshringinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Markaðsstofa Norðurlands hefur kynnt nýtt merki Demants­hringsins, Diamond Circle, á fundi sem haldinn var á Sel Hótel í Mývatnssveit nýverið. Merkið var hannað í samstarfi við Cohn&Wolfe á Íslandi, en sú vinna var leidd af Ingvari Erni Ingvarssyni sem fór yfir ferlið á fundinum. 
 
„Við byrjuðum á að skoða hvað hringur er í raun og hvernig hann tengist demanti, hvernig hægt væri að finna samnefnara fyrir þetta tvennt. Okkar niðurstaða var „eilífð“ og táknið fyrir hana, óendan­leikann,“ segir meðal annars í vörumerkjahandbók Demants­hringsins. Það endur­spegl­ast í merk­inu.
 
 
Fimm lykilstaðir á leiðinni
 
Að auki var kynnt sérstakt kort sem unnið var fyrir verkefnið, en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík. Um leið var heimasíðan www.diamondcircle.is tekin í notkun.
 
Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu með sér samstarfssamning í maí á þessu ári um notkun á heitinu Diamond Circle, sem fól í sér að MN myndi gera greiningu á innviðum á leiðinni, búa til vörumerki og efla markaðssetningu. Í ljósi þess að áætlað er að klára vinnu við lagningu á bundnu slitlagi á Dettifossvegi í sumar skapast enn betra tækifæri fyrir markaðssetningu og þróun ferðaþjónustufyrirtækja sem njóta nálægðar við þær náttúruperlur sem finna má á Demantshringnum. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...