Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sérstakt kort var unnið fyrir verkefnið, en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík.
Sérstakt kort var unnið fyrir verkefnið, en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík.
Fréttir 3. febrúar 2020

Kynnir nýtt merki fyrir Demantshringinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Markaðsstofa Norðurlands hefur kynnt nýtt merki Demants­hringsins, Diamond Circle, á fundi sem haldinn var á Sel Hótel í Mývatnssveit nýverið. Merkið var hannað í samstarfi við Cohn&Wolfe á Íslandi, en sú vinna var leidd af Ingvari Erni Ingvarssyni sem fór yfir ferlið á fundinum. 
 
„Við byrjuðum á að skoða hvað hringur er í raun og hvernig hann tengist demanti, hvernig hægt væri að finna samnefnara fyrir þetta tvennt. Okkar niðurstaða var „eilífð“ og táknið fyrir hana, óendan­leikann,“ segir meðal annars í vörumerkjahandbók Demants­hringsins. Það endur­spegl­ast í merk­inu.
 
 
Fimm lykilstaðir á leiðinni
 
Að auki var kynnt sérstakt kort sem unnið var fyrir verkefnið, en þar er lögð áhersla á fimm lykilstaði á leiðinni; Goðafoss, Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi og Húsavík. Um leið var heimasíðan www.diamondcircle.is tekin í notkun.
 
Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa gerðu með sér samstarfssamning í maí á þessu ári um notkun á heitinu Diamond Circle, sem fól í sér að MN myndi gera greiningu á innviðum á leiðinni, búa til vörumerki og efla markaðssetningu. Í ljósi þess að áætlað er að klára vinnu við lagningu á bundnu slitlagi á Dettifossvegi í sumar skapast enn betra tækifæri fyrir markaðssetningu og þróun ferðaþjónustufyrirtækja sem njóta nálægðar við þær náttúruperlur sem finna má á Demantshringnum. 
Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...