Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Færanlega tilraunastöðin frá Sexing Technologies þegar hún kom í desember í fyrra.
Færanlega tilraunastöðin frá Sexing Technologies þegar hún kom í desember í fyrra.
Mynd / ál
Fréttir 2. september 2025

Kyngreining sæðis framtíðin

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Alþjóðlega fyrirtækið Sexing Technologies hefur nú öðru sinni komið upp færanlegri tilraunastöð við nautastöðina á Hesti í Borgarfirði. Þar er framkvæmd kyngreining á sæði úr nautgripum sem fer í dreifingu á næstu vikum.

Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar á Hesti, reiknar með að kyngreining nautgripasæðis verði framkvæmd hérlendis með reglulegu millibili héðan af.

Fyrsta heimsókn tilraunastöðvarinnar var í desember í fyrra, en þá var unnið að tilraun til að kanna hvort sæði íslenskra nauta hentaði í kyngreiningu. Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar á Hesti, segir helstu niðurstöður vera þær að sæðið þolir vel kyngreiningaferlið og á næstu vikum geta kúabændur pantað sæði.

„Með kyngreindu sæði geturðu verið nánast fullviss um að fá kvígukálfa undan betri hluta kúnna þinna,“ segir Sveinbjörn. Hingað til hafi kúabændur þurft að setja nánast alla kvígukálfa á til þess að halda uppi framleiðslunni, en núna verði hægt að velja úr og þar með hraða kynbótum á kúastofninum. Standi ekki til að rækta undan lakari kúm geti bændur pantað holdanautasæði þar sem kyngreint er fyrir nautum.

Sveinbjörn segir afköstin við kyngreininguna vera miklu meiri en þegar bíllinn kom í fyrra, því að þá þurfti bæði að vinna venjulegt og kyngreint sæði úr sömu sæðistökunni til þess að nota við samanburðartilraunina. „Núna lögðum við upp með að taka sæði úr tíu tuddum af íslenska kyninu og tveimur Aberdeen Angus, en trúlega getum við bætt við einhverjum íslenskum þar sem það gengur svo vel.“

Kyngreiningin hófst 15. ágúst og til stendur að ljúka vinnunni fyrstu dagana í september. Sveinbjörn gerir ráð fyrir að núna verði til á bilinu þrjú til fjögur þúsund kyngreindir sæðisskammtar úr nautum af íslenska mjólkurkúakyninu. Sveinbjörn segir að sæðisskammtarnir muni ekki duga í heilt ár ef bændur taka vel í að nota kyngreint sæði. Því sé til skoðunar að tilraunastöðin komi tvisvar á ári til landsins hér eftir. Þar með gefist jafnframt færi á að taka sæði úr fleiri nautum, en á hverjum tíma séu ekki nema rúmlega tíu naut í stöðinni sem geta gefið sæði. „Það verður ekkert stopp héðan af,“ segir Sveinbjörn, sem gerir ráð fyrir að þetta sé framtíð íslenskrar nautgriparæktar.

Skylt efni: kyngreining á sæði

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...