Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Krossfiskur af tegundinni Marthasterias glacialis.
Krossfiskur af tegundinni Marthasterias glacialis.
Fréttir 18. september 2019

Krossfiskum fjölgar hratt við Spánarstrendur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnvöld í Galisíu á norðvestan­verðum Spáni hafa lýst yfir stríði á hendur krossfiskum sem fjölga sér hratt við strendur héraðsins og éta þar allt sem að kjafti kemur. Svæðið byggir afkomu sína að hluta til á kræklings­eldi og skelfiskveiðum.

Sjómenn á svæðinu, sem margir gera út á skelfisk, segja að óvenju mikið af krossfiskum hafi veiðst við strönd Galisíu en minna af skelfiski, sem er aðalfæða krossfiskanna. Eftir að yfirvöld gáfu leyfi til að fækka krossfiskunum hafa veiðar sjómanna á svæðinu að mestu gengið út á að veiða hundruð kílóa af krossfiskum á dag.

Að sögn sjómanna í Galisíu er ekki nóg með að krossfiskarnir éti skelfisk eða leggist á kræklingalínur því þeir hreinlega éta allt sem að kjafti kemur.

Út af strönd Galisíu er djúpur neðansjávardalur sem íbúar svæðisins og reyndar Spánn sem heild byggir árlega 200 þúsund tonna framleiðslu sína af kræklingum á.

Ekki er vitað fyrir víst hvers vegna krossfiskum hefur fjölgað hratt á skelfiskaslóðinni en líklegasta skýringin er talin vera hlýnun sjávar.

Til að vera vissir um að krossfiskveiðarnar skili árangri verður að fara með allan aflann í land þar sem hann er látinn þorna og drepinn þannig. Tegundirnar sem veiðast mest, Marthasterias glacialis og Asterias rubens, eru báðar gæddar þeim hæfileikum að á þær vaxa nýir útlimir og að nýtt dýr getur einnig vaxið út frá fallna útlimnum. Það er því lítið gagn í því að skera krossfiskana í stykki til að drepa þá. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...