Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristinn Hugason
Kristinn Hugason
Fréttir 12. september 2022

Kristinn Hugason ráðinn samskiptastjóri Ísteka

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kristinn Hugason hefur hafið störf sem samskiptastjóri Ísteka.

Kristinn hefur meistaragráður í búfjárkynbótafræði (MSc) frá SLU og í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu (MA) frá HÍ, er fram kemur í fréttatilkynningu frá Ísteka.

„Hann starfaði um árabil sem landsráðunautur Búnaðarfélags Íslands í hrossarækt og hjá Bændasamtökunum eftir stofnun þeirra, síðan innan stjórnarráðsins; í sjávarútvegs- ráðuneytinu, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Þar sinnti hann m.a. málefnum sjálfbærrar þróunar, fiskeldis, matvælamálum, málefnum dýravelferðar og var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarp til núgildandi laga um velferð dýra (lög nr. 55/2013), almennum landbúnaðarmálum og hrossaræktarinnar sérstaklega. Nú síðustu árin hefur Kristinn starfað sem forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins. Hann hefur stundað hestamennsku svo gott sem allt sitt líf og hrossarækt sem viðfangsefni meira og minna síðustu fjóra áratugina eða svo,“ segir í tilkynningunni.

Í aðsendri grein á bls. 53 fjallar Kristinn um blóðtöku úr fylfullum hryssum, þar sem hann gerir athugasemd við málflutning talsmanna þýsk-svissnesku dýraverndarsamtakanna AWF/TSB í síðasta tölublaði Bændablaðsins.

Skylt efni: Ísteka

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...