Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristinn Hugason
Kristinn Hugason
Fréttir 12. september 2022

Kristinn Hugason ráðinn samskiptastjóri Ísteka

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kristinn Hugason hefur hafið störf sem samskiptastjóri Ísteka.

Kristinn hefur meistaragráður í búfjárkynbótafræði (MSc) frá SLU og í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu (MA) frá HÍ, er fram kemur í fréttatilkynningu frá Ísteka.

„Hann starfaði um árabil sem landsráðunautur Búnaðarfélags Íslands í hrossarækt og hjá Bændasamtökunum eftir stofnun þeirra, síðan innan stjórnarráðsins; í sjávarútvegs- ráðuneytinu, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Þar sinnti hann m.a. málefnum sjálfbærrar þróunar, fiskeldis, matvælamálum, málefnum dýravelferðar og var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarp til núgildandi laga um velferð dýra (lög nr. 55/2013), almennum landbúnaðarmálum og hrossaræktarinnar sérstaklega. Nú síðustu árin hefur Kristinn starfað sem forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins. Hann hefur stundað hestamennsku svo gott sem allt sitt líf og hrossarækt sem viðfangsefni meira og minna síðustu fjóra áratugina eða svo,“ segir í tilkynningunni.

Í aðsendri grein á bls. 53 fjallar Kristinn um blóðtöku úr fylfullum hryssum, þar sem hann gerir athugasemd við málflutning talsmanna þýsk-svissnesku dýraverndarsamtakanna AWF/TSB í síðasta tölublaði Bændablaðsins.

Skylt efni: Ísteka

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...