Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis bætti við þingsályktunartillögu um landsskipulagsstefnu aðgerð sem snýr að verndun landbúnaðarlands í ríkiseigu.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis bætti við þingsályktunartillögu um landsskipulagsstefnu aðgerð sem snýr að verndun landbúnaðarlands í ríkiseigu.
Mynd / smh
Fréttir 7. júní 2024

Kortleggja ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu til ársins 2038, ásamt fimm ára aðgerðaráætlun til ársins 2028, var samþykkt á Alþingi þann 16. maí.

Í henni er gert ráð fyrir að allt ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu verði kortlagt.

Tillagan byggir á hvítbók um skipulagsmál sem var til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda síðasta haust. Sveitarfélögum ber að taka mið af þeirri kortlagningu í skipulagi sínu við gerð aðal- og svæðisskipulags og standa vörð um. Í meðhöndlun umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis nú varð sú breyting á tillögunni að við bættist áhersla um vernd landbúnaðarlands á jörðum í eigu ríkisins.

Fyrsta landsskipulagsstefna sinnar tegundar

Í landsskipulagsstefnu eru samþættar áætlanir opinberra aðila um samgöngur, byggðarmál, náttúruvernd, orkunýtingu, landnotkun, nýtingu og vernd auðlinda, haf- og strandsvæða. Er stefnan útfærð með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Núgildandi landsskipulagsstefna er fyrsta sinnar tegundar og var samþykkt á Alþingi í mars árið 2016.

Vernd landbúnaðarlands í ríkiseigu

Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar með breytingartillögunni kemur fram að Bændasamtök Íslands hafi lagt á það áherslu í sinni umsögn að við tillöguna yrði bætt nýrri aðgerð sem snéri að því að eigandastefna ríkisins um ríkisjarðir yrði uppfærð.

Markmiðið yrði að land búnaðarnot slíkra jarða yrðu í forgangi auk þess sem skoðaðir verði möguleikar ríkisins til jákvæðra hvata þannig að því markmiði yrði náð.

Innviðaráðuneytið tók undir með sjónarmiðum Bændasamtakanna í minnisblaði og því lagði nefndin til að við stefnuna bættist sú aðgerð að stuðlað verði að því að gott landbúnaðarland í ríkiseigu og ábúð verði varið. Leiðbeiningar verði unnar fyrir opinbera aðila um hvernig best sé að vinna að því að slíkt landbúnaðarland haldi þeirri landnotkun, til að skapa fyrirsjáanleika og framtíðarsýn ábúanda um nýtingu.

Líffræðileg fjölbreytni

Í nefndinni var einnig fjallað um líffræðilega fjölbreytni sem eitt lykilviðfangsefna tillögunnar við skipu lagsgerð í þéttbýli, dreifbýli og á miðhálendinu.

Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands var því fagnað sérstaklega að vernd líffræðilegrar fjölbreytni væri á meðal lykil- viðfangsefna tillögunnar, að stofnunin hafi á fyrri stigum bent á við gerð grænbókar og hvítbókar um skipulagsmál að stefna ætti að því að vinna sérstakar leiðbeiningar um líffræðilega fjölbreytni og skipulag.

Nefndin hvetur í áliti sínu til þess að lögð verði áhersla á gerð leiðbeininga um líffræðilega fjölbreytni og skipulag til stuðnings áherslum í landsskipulagsstefnu.

Kortlagning landbúnaðarlands á landsvísu

Í aðgerðaráætlun landsskipulagsstefnunnar er lagt til að ráðist verði í kortlagningu á landbúnaðarlandi á landsvísu.

Matvælaráðuneytið ber ábyrgð á því verkefni og fer Land og skógur ásamt Skipulagsstofnun með framkvæmd þess.

Upplýsingar sem úr því fást verða undirstaða stefnumótunar um verndun úrvals landbúnaðarlands og akurlendis sem sveitarfélög útfæra svo fyrir sitt svæði í skipulagi.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...