Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bygg á akri.
Bygg á akri.
Mynd / ghp
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þeir sem hyggjast rækta korn og stofna jarðræktarumsókn og skrá upplýsingar um sáningu á því í síðasta lagi 15. júní fá fyrirframgreiðslu. Miðast hún að jafnaði við 25% af einingaverði á hektara jarðræktarstyrks ársins á undan, að því er fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

Fyrirframgreiðslan er valkvæð og er stefnt að því að greiða hana út fyrir 1. júlí. Kemur hún til frádráttar jarðræktarstyrkjum umsækjanda sem koma til greiðslu í desember. Ekki er greidd fyrirframgreiðsla vegna annarrar ræktunar en kornræktar.

„Þessi breyting er gerð í samræmi við tillögur Landbúnaðarháskóla Íslands í skýrslunni Bleikir akrar til eflingar kornræktar. Tilgangurinn er að koma til móts við kostnað bænda vegna sáningar og áburðargjafar í kornrækt,“ segir í tilkynningu matvælaráðuneytisins.

Almennur umsóknarfrestur vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna verður eftir sem áður 1. október en þá á að vera búið að ganga frá endanlegri umsókn.

Skylt efni: kornrækt

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...