Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kornrækt í sókn
Fréttir 7. september 2023

Kornrækt í sókn

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Útgáfa skýrslu starfshóps á vegum matvælaráðuneytisins, „Bleikir akrar – aðgerðaáætlun um aukna kornrækt“, sem kom út fyrr á árinu, hefur blásið lífi í kornrækt á Íslandi að nýju eftir mögur ár.

Eflaust hafa þættir eins og heimsfaraldur kórónuveiru, stríðsátök í heiminum og loftslagsvá einnig
ýtt við ráðamönnum, því samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður tveimur milljörðum varið í að hrinda aðgerðaáætluninni í framkvæmd. „Fyrsta forgangsmál kornræktar á Íslandi er að það þarf að kynbæta korn. Allt annað verður til einskis ef ekki verða til kynbætur á korni,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ og einn höfunda skýrslunnar Bleikir akrar.

Kynbætur á byggi hófust að nýju í vor eftir að hafa legið niðri í nokkuð mörg ár.

Sú vinna fer fram í samstarfi við sænskt kynbótafyrirtæki sem býr yfir nýrri kynbótahvelfingu með þjörkum og fyrsta flokks búnaði. Nú verður hægt að erfðagreina gríðarlegan fjölda plantna og reikna kynbótamat fyrir þær áður en þær hafa verið prófaðar við íslenskar aðstæður. Það hefur ekki verið gert áður.

– Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: kornrækt

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...