Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kornrækt í sókn
Fréttir 7. september 2023

Kornrækt í sókn

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Útgáfa skýrslu starfshóps á vegum matvælaráðuneytisins, „Bleikir akrar – aðgerðaáætlun um aukna kornrækt“, sem kom út fyrr á árinu, hefur blásið lífi í kornrækt á Íslandi að nýju eftir mögur ár.

Eflaust hafa þættir eins og heimsfaraldur kórónuveiru, stríðsátök í heiminum og loftslagsvá einnig
ýtt við ráðamönnum, því samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður tveimur milljörðum varið í að hrinda aðgerðaáætluninni í framkvæmd. „Fyrsta forgangsmál kornræktar á Íslandi er að það þarf að kynbæta korn. Allt annað verður til einskis ef ekki verða til kynbætur á korni,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ og einn höfunda skýrslunnar Bleikir akrar.

Kynbætur á byggi hófust að nýju í vor eftir að hafa legið niðri í nokkuð mörg ár.

Sú vinna fer fram í samstarfi við sænskt kynbótafyrirtæki sem býr yfir nýrri kynbótahvelfingu með þjörkum og fyrsta flokks búnaði. Nú verður hægt að erfðagreina gríðarlegan fjölda plantna og reikna kynbótamat fyrir þær áður en þær hafa verið prófaðar við íslenskar aðstæður. Það hefur ekki verið gert áður.

– Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: kornrækt

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...