Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kóreskur framleiðandi pálmaolíu dæmdur fyrir íkveikjur
Fréttir 12. september 2016

Kóreskur framleiðandi pálmaolíu dæmdur fyrir íkveikjur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kóreski ólífuolíuframleiðandinn Korindo er í djúpum skít eftir að myndband sem sýnir starfsmenn fyrirtækisins leggja eld að stórum svæðum í frumskógum í Indónesíu var sett á netið. Ástæða íkveikjanna var að ryðja land til ræktunar á ólífupálmum til framleiðslu á ólífuolíu.

Í framhaldi af birtingu myndbandsins hafa margir af stærstu kaupendum ólífuolíu í heiminum hætt viðskiptum við Korindo enda ekki lengur stætt á því vegna vaxandi andúðar á skógareyðingu í tengslum við ræktun á ólífupálma.

Til að bæta gráu ofan á svart eru á svæðunum sem eldurinn var lagður að síðustu búsvæði ákveðinna tegunda paradísarfugla og sjaldgæfrar tegundar trjákengúra.

Auk þess sem fjölda annarra sjaldgæfra dýrategunda er að finna í skógunum.

Drónar í upplýsingaöflun

Myndefni myndbandsins var safnað af meðlimum umhverfisverndarsamtaka sem kalla sig Mighty á jörðu niðri með hjálp GPS-staðsetningartækja og með drónum úr lofti og sýnir starfsmenn Korindo bera eld að mörgum stöðum í skógum Indónesíu. Lög í Indónesíu leggja blátt bann við að kveikt sé í náttúrulegum skógum til að ryðja þá til ræktunar.

Grunsemdir um endurtekið atferli

Í kjölfar birtingar myndbandsins hafa komið upp grunsemdir um að fyrirtækið hafi stundað svipaða iðju um langan tíma því kortlagning á skógareldum í Indónesíu sýna að slíkir eldar eru grunsamlega algangir á svæðum þar sem Korindo er með starfsemi.

Talsmaður Korindo hafnar ásökunum alfarið og segir fyrirtækið í einu og öllu hafa farið eftir lögum og að umhverfisstefna þess sé skýr.

Árstími skógarelda

Skógareldar í Suðaustur-Asíu eru algengir á þurrkatímum á haustin og eftir að þeir kvikna geta þeir logað á gríðarstórum svæðum í marga mánuði eða fram á næsta regntímabil. Eldsmatur í skógunum er mikill og yfirleitt lítið hægt að gera til að stöðva þá.

Síðasta ár geisuðu skógareldar í Suðaustur-Asíu og aðallega í Indónesíu í marga mánuði. Reykjarkófið frá eldunum var gríðarlegt og olli mikilli mengun í landinu og nærliggjandi löndum. Ástandið var svo slæmt í Singapúr og í höfuðborg Malasíu, Kuala Lumpur, um tíma að skyggni var ekki nema nokkrir metrar, fólki ráðlagt að vera með öndunargrímur og skólum og flugvöllum var lokað.

Koltvísýringslosun frá eldunum var meiri en öll losun Bretlandseyja á síðasta ári og er talið að mengun frá eldunum hafi valdið ótímabærum dauða hátt í hundrað þúsund manns.

Skógareldarnir í Indónesíu á síðasta ári eru sagðir vera þeir verstu í sögu landsins og með verstu skógareldum sögunnar enda brunnu tugþúsundir hektarar af náttúrulegum frumskógum.

Skylt efni: Skógareldar | Indónesía

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...