Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kóreskur framleiðandi pálmaolíu dæmdur fyrir íkveikjur
Fréttir 12. september 2016

Kóreskur framleiðandi pálmaolíu dæmdur fyrir íkveikjur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kóreski ólífuolíuframleiðandinn Korindo er í djúpum skít eftir að myndband sem sýnir starfsmenn fyrirtækisins leggja eld að stórum svæðum í frumskógum í Indónesíu var sett á netið. Ástæða íkveikjanna var að ryðja land til ræktunar á ólífupálmum til framleiðslu á ólífuolíu.

Í framhaldi af birtingu myndbandsins hafa margir af stærstu kaupendum ólífuolíu í heiminum hætt viðskiptum við Korindo enda ekki lengur stætt á því vegna vaxandi andúðar á skógareyðingu í tengslum við ræktun á ólífupálma.

Til að bæta gráu ofan á svart eru á svæðunum sem eldurinn var lagður að síðustu búsvæði ákveðinna tegunda paradísarfugla og sjaldgæfrar tegundar trjákengúra.

Auk þess sem fjölda annarra sjaldgæfra dýrategunda er að finna í skógunum.

Drónar í upplýsingaöflun

Myndefni myndbandsins var safnað af meðlimum umhverfisverndarsamtaka sem kalla sig Mighty á jörðu niðri með hjálp GPS-staðsetningartækja og með drónum úr lofti og sýnir starfsmenn Korindo bera eld að mörgum stöðum í skógum Indónesíu. Lög í Indónesíu leggja blátt bann við að kveikt sé í náttúrulegum skógum til að ryðja þá til ræktunar.

Grunsemdir um endurtekið atferli

Í kjölfar birtingar myndbandsins hafa komið upp grunsemdir um að fyrirtækið hafi stundað svipaða iðju um langan tíma því kortlagning á skógareldum í Indónesíu sýna að slíkir eldar eru grunsamlega algangir á svæðum þar sem Korindo er með starfsemi.

Talsmaður Korindo hafnar ásökunum alfarið og segir fyrirtækið í einu og öllu hafa farið eftir lögum og að umhverfisstefna þess sé skýr.

Árstími skógarelda

Skógareldar í Suðaustur-Asíu eru algengir á þurrkatímum á haustin og eftir að þeir kvikna geta þeir logað á gríðarstórum svæðum í marga mánuði eða fram á næsta regntímabil. Eldsmatur í skógunum er mikill og yfirleitt lítið hægt að gera til að stöðva þá.

Síðasta ár geisuðu skógareldar í Suðaustur-Asíu og aðallega í Indónesíu í marga mánuði. Reykjarkófið frá eldunum var gríðarlegt og olli mikilli mengun í landinu og nærliggjandi löndum. Ástandið var svo slæmt í Singapúr og í höfuðborg Malasíu, Kuala Lumpur, um tíma að skyggni var ekki nema nokkrir metrar, fólki ráðlagt að vera með öndunargrímur og skólum og flugvöllum var lokað.

Koltvísýringslosun frá eldunum var meiri en öll losun Bretlandseyja á síðasta ári og er talið að mengun frá eldunum hafi valdið ótímabærum dauða hátt í hundrað þúsund manns.

Skógareldarnir í Indónesíu á síðasta ári eru sagðir vera þeir verstu í sögu landsins og með verstu skógareldum sögunnar enda brunnu tugþúsundir hektarar af náttúrulegum frumskógum.

Skylt efni: Skógareldar | Indónesía

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...