Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jón og Jón Helgi hjá Þórustaða Kartöflum hafa í nógu að snúast en umfangsmikil kartöflurækt er stunduð á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit. Nýlega kom á markað kartaflan Queen Anne sem hefur mun lægra kolvetnainnihald en venjulegar kartöflur.
Jón og Jón Helgi hjá Þórustaða Kartöflum hafa í nógu að snúast en umfangsmikil kartöflurækt er stunduð á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit. Nýlega kom á markað kartaflan Queen Anne sem hefur mun lægra kolvetnainnihald en venjulegar kartöflur.
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun lægra kolvetnainnihald en venjulegar kartöflur.

„Við munum alveg örugglega halda áfram að rækta þessa tegund þar sem markaðurinn hefur tekið henni einstaklega vel og fyrir það erum við þakklát,“ segir Jón Kristjánsson hjá Þórustaða Kartöflum í Eyjafjarðarsveit.

Jón segir að ástæða þess að ákveðið var að bjóða upp á kartöflur af því tagi væri til að auka fjölbreytileika í úrvali á kartöflum hér á landi.

„Margir Íslendingar hafa tileink­að sér kolvetnasnautt matar­æði og við vildum bjóða upp á kartöflu sem hentaði þeim hópi. Við lögðumst því í leit að útsæði sem gæti uppfyllt okkar skilyrði og prófuðum nokkur yrki sem hefðu lægra kolvetnainnihald en venjulegar matarkartöflur,“ segir Jón.

Markaðurinn hefur tekið vel við lágkolvetnakartöflunni.

Þau höfðu samband við Ólaf Reykdal hjá Matís sem veitti að sögn ómetanlega hjálp, sá m.a. um að rannsaka fjölmörg yrki af kartöflum á Þórustöðum. Í þeim hópi var Queen Anne sem nú stendur íslenskum neytendum til boða.

Góð í ræktun, fremur ílöng og ljós á lit

Jón segir niðurstöður rannsóknar hafa komið flestum á óvart, en umrætt yrki var valið vegna bragðgæða fremur en lágs kolvetnainnihalds.

„Rannsóknir á þessu yrki voru endurteknar bara til að gulltryggja að ekkert hefði farið úrskeiðis. En niðurstaðan er ánægjuleg,“ segir hann. Kartaflan Queen Anne er góð í ræktun, er fremur ílöng og ljós á lit. „Þeir sem hafa smakkað hjá okkur telja hana með betri matarkartöflum og hún er einstaklega þægileg til að sneiða niður í franskar vegna þess hversu ílöng hún er,“ segir hann.

Umfangsmikil kartöflurækt er stunduð á Þórustöðum og á hún sér sögu sem nær aftur til ársins 1977. Tvenn hjón sjá um ræktunina nú, Jón og Tinna Ösp Viðarsdóttir og Jón Helgi Helgason og Díana Rós Þrastardóttir.

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...