Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kjúklingum á Indlandi gefið heimsins sterkasta sýklalyf
Fréttir 12. febrúar 2018

Kjúklingum á Indlandi gefið heimsins sterkasta sýklalyf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþjóðleg heilsuviðvörun hefur verið gefin út í framhaldi af því að komið hefur í ljós að kjúklingabændur á Indlandi hafa notað þúsundir tonna af sýklalyfinu colostin við eldi.

Colostin er eitt fárra sýklalyfja sem notað er gegn sýkingum þegar engin önnur lyf virka.

Indland eru eitt af stærstu matvælaframleiðslulöndum í heimi og flytja árlega út gríðarlegt magn af kjúklingakjöti. Komið hefur í ljós að árlega nota indverskir kjúklingabændur sterk sýklalyf við eldið og þar á meðal þúsundir tonna af lyfinu Colostin. Colostin er eitt fárra sýklalyfja sem notað er gegn sýkingum þegar engin önnur lyf virka og er talið að notkun þess í landbúnaði auki enn á hættuna á að fram komi svokallaðar ofurbakteríu sem eru ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum sem til eru í dag. Slíkt gæti haft skelfilegar afleiðingar og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta ógn við lýðheilsu jarðarbúa í dag.

Farmskrár sýna að gríðarlegt magn af Colostin hefur verið flutt til Indlands á síðustu árum. Á Indlandi er lyfið selt til bænda sem nota það til að fyrirbyggja sjúkdóma og sem vaxtarhvata.

Alvarleiki málsins felst í því að lyf sem ætlað var sem síðasta úrræði í baráttunni við alvarlegar bakteríusýkingar er nú notað til að auka vaxtarhraða og stærð kjúklinga. Afleiðingin gæti verið sú að lyfið verði fljótlega ónothæft til lækninga. 

Skylt efni: Indland | kjúklingabú

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...