Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kjúklingum á Indlandi gefið heimsins sterkasta sýklalyf
Fréttir 12. febrúar 2018

Kjúklingum á Indlandi gefið heimsins sterkasta sýklalyf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþjóðleg heilsuviðvörun hefur verið gefin út í framhaldi af því að komið hefur í ljós að kjúklingabændur á Indlandi hafa notað þúsundir tonna af sýklalyfinu colostin við eldi.

Colostin er eitt fárra sýklalyfja sem notað er gegn sýkingum þegar engin önnur lyf virka.

Indland eru eitt af stærstu matvælaframleiðslulöndum í heimi og flytja árlega út gríðarlegt magn af kjúklingakjöti. Komið hefur í ljós að árlega nota indverskir kjúklingabændur sterk sýklalyf við eldið og þar á meðal þúsundir tonna af lyfinu Colostin. Colostin er eitt fárra sýklalyfja sem notað er gegn sýkingum þegar engin önnur lyf virka og er talið að notkun þess í landbúnaði auki enn á hættuna á að fram komi svokallaðar ofurbakteríu sem eru ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum sem til eru í dag. Slíkt gæti haft skelfilegar afleiðingar og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að sýklalyfjaónæmi sé ein stærsta ógn við lýðheilsu jarðarbúa í dag.

Farmskrár sýna að gríðarlegt magn af Colostin hefur verið flutt til Indlands á síðustu árum. Á Indlandi er lyfið selt til bænda sem nota það til að fyrirbyggja sjúkdóma og sem vaxtarhvata.

Alvarleiki málsins felst í því að lyf sem ætlað var sem síðasta úrræði í baráttunni við alvarlegar bakteríusýkingar er nú notað til að auka vaxtarhraða og stærð kjúklinga. Afleiðingin gæti verið sú að lyfið verði fljótlega ónothæft til lækninga. 

Skylt efni: Indland | kjúklingabú

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...