Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úr sláturhúsinu á Blönduósi. Mynd / HKr.
Úr sláturhúsinu á Blönduósi. Mynd / HKr.
Fréttir 11. febrúar 2021

Kjarnafæði selur 200 tonn af halalslátruðu lambakjöti til Noregs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kjarnafæði hefur gert samning við NoriDane Foods A/S um sölu á 100 tonnum af halal-slátruðu lambakjöti til Noregs og líkur eru á sölu á 100 tonnum til viðbótar.

Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmda­stjóri hjá Kjarnafæði.

Gunnlaugur Eiðsson, fram­kvæmda­stjóri hjá Kjarnafæði, segir að búið sé að ganga frá sölu á hundrað tonnum af lambakjöti til alþjóðlegra sölusamtaka í Noregi sem heita NoriDane Foods A/S og að vonandi semjist um 100 tonn í viðbót. „Það er enn í vinnslu en ég er bjartsýnn á að salan gangi eftir en um sölu á heilum skrokkum er að ræða.“

Halal-slátrun

„Kjarnafæði er búið að vera í samstarfi við NoriDane, sem er í 50% eigu norsku bændasamtakanna og svo ýmissa einstaklinga. Þeir eru með söluskrifstofur á um 60 stöðum í heiminum og með þeim stærri þegar kemur að verslun með kjöt og kjötafurðir á heimsmarkaði. NoriDane hafa í gegnum árin verið stórir kaupendur hjá okkur af alls konar aukaafurðum.“

Gunnlaugur segir að Kjarnafæði hafi beitt halal-slátrun á Blönduósi til fjölda ára, sem er tilkomið vegna þess að þeir töldu sig vera komna með sölusamning við Írak á sínum tíma. „Við höfum beitt aðferðinni síðan og þessi sala dettur inn á borð til okkar vegna þess að fénu var slátrað með þeirri aðferð og kjötið því viðurkennt sem halal-kjöt.“

Fá betra verð en innanlands

Að sögn Gunnlaugs eru þeir að fá verð sem er yfir verði á innan­landsmarkaði fyrir kjötið. „Okkur er afskaplega illa við að selja kjöt á erlendan markað undir kostnaðarverði og gerum það einfaldlega ekki, þannig að við erum að fá ásættanlegt verð fyrir kjötið.

Salan er mjög heppileg fyrir okkur en sá hængur er á að þetta er bara ein sala og ekkert fast í hendi um framhaldið. Við fengum svipaða sölu fyrir nokkrum árum og stukkum á hana líkt og þessa sölu.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...