Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Úr sláturhúsinu á Blönduósi. Mynd / HKr.
Úr sláturhúsinu á Blönduósi. Mynd / HKr.
Fréttir 11. febrúar 2021

Kjarnafæði selur 200 tonn af halalslátruðu lambakjöti til Noregs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kjarnafæði hefur gert samning við NoriDane Foods A/S um sölu á 100 tonnum af halal-slátruðu lambakjöti til Noregs og líkur eru á sölu á 100 tonnum til viðbótar.

Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmda­stjóri hjá Kjarnafæði.

Gunnlaugur Eiðsson, fram­kvæmda­stjóri hjá Kjarnafæði, segir að búið sé að ganga frá sölu á hundrað tonnum af lambakjöti til alþjóðlegra sölusamtaka í Noregi sem heita NoriDane Foods A/S og að vonandi semjist um 100 tonn í viðbót. „Það er enn í vinnslu en ég er bjartsýnn á að salan gangi eftir en um sölu á heilum skrokkum er að ræða.“

Halal-slátrun

„Kjarnafæði er búið að vera í samstarfi við NoriDane, sem er í 50% eigu norsku bændasamtakanna og svo ýmissa einstaklinga. Þeir eru með söluskrifstofur á um 60 stöðum í heiminum og með þeim stærri þegar kemur að verslun með kjöt og kjötafurðir á heimsmarkaði. NoriDane hafa í gegnum árin verið stórir kaupendur hjá okkur af alls konar aukaafurðum.“

Gunnlaugur segir að Kjarnafæði hafi beitt halal-slátrun á Blönduósi til fjölda ára, sem er tilkomið vegna þess að þeir töldu sig vera komna með sölusamning við Írak á sínum tíma. „Við höfum beitt aðferðinni síðan og þessi sala dettur inn á borð til okkar vegna þess að fénu var slátrað með þeirri aðferð og kjötið því viðurkennt sem halal-kjöt.“

Fá betra verð en innanlands

Að sögn Gunnlaugs eru þeir að fá verð sem er yfir verði á innan­landsmarkaði fyrir kjötið. „Okkur er afskaplega illa við að selja kjöt á erlendan markað undir kostnaðarverði og gerum það einfaldlega ekki, þannig að við erum að fá ásættanlegt verð fyrir kjötið.

Salan er mjög heppileg fyrir okkur en sá hængur er á að þetta er bara ein sala og ekkert fast í hendi um framhaldið. Við fengum svipaða sölu fyrir nokkrum árum og stukkum á hana líkt og þessa sölu.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.