Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jeppinn Tank 300.
Jeppinn Tank 300.
Mynd / Great Wall
Fréttir 20. júlí 2022

Kínverskur jeppi fyrir íslenskar aðstæður

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrir ekki svo mörgum árum var kínverskur bílaiðnaður mjög takmarkaður og þeir fáu bílar sem þeir framleiddu voru af flestum taldir óspennandi og af lélegum gæðum.

Á allra síðustu árum hafa Kínverjar hins vegar verið að auka úrvalið og bæta gæðaeftirlitið í sinni framleiðslu. Fyrstu kínversku bílarnir eru farnir að sjást á íslenskum vegum undir merkjunum MG og Maxus, sem eru ýmist fólksbílar, jepplingar eða sendibílar. Þessir bílar eru af sambærilegum gæðum og aðrir bílar og því er áhugavert að fylgjast með því hvort það komi eitthvað nýtt og spennandi á evrópska markaði.

Nýlega kom á markað jeppinn Tank 300 frá kínverska bílasmiðnum Great Wall. Ástralir hafa sýnt þessum bíl áhuga og er verið að skoða að setja hann á markað þar á næsta ári. Það hafa hins vegar ekki borist fréttir af því að Tank 300 muni koma til Evrópu eins og er.

Tank 300 er millistór jeppi með öllum þeim búnaði sem alvöru jeppi þarf. Jeppinn er byggður á grind, með háu og lágu drifi ásamt driflæsingum. Þetta er því jeppi sem gæti verið jafn öflugur utan vega og Toyota Land Cruiser, sem er byggður upp á svipaðan hátt. Hönnun bílsins ber þess merki að horft hafi verið til annarra „retró“ jeppa sem hafa verið vinsælir á undanförnum árum, eins og Jeep Wrangler, Suzuki Jimny, Ford Bronco og Mercedes Benz G.

Innréttingin í bílnum virðist vera mjög vönduð og af myndum að dæma þá hafa hönnuðirnir sótt innblástur í innréttingarnar hjá Mercedes Benz. Sætin og stýrið eru klædd með leðri, mælaborðið er með leðri og burstuðu stáli og er stór margmiðlunarskjár.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...