Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélaginu, Sigurjón Bragi Geirsson Garra, Iðunn Sigurðardóttir Matarkjallaranum, Bjartur Elí Friðþjófsson Grillmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm.
Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélaginu, Sigurjón Bragi Geirsson Garra, Iðunn Sigurðardóttir Matarkjallaranum, Bjartur Elí Friðþjófsson Grillmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm.
Mynd / Sigurjón Ragnar
Fréttir 19. febrúar 2018

Keppa um nafnbótina Kokkur ársins 2018

Höfundur: smh

Undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018 fóru fram í dag 19. febrúar og hefur dómnefnd valið fimm kokka úr átta manna undanúrslitahópi, til að keppa til úrslita laugardaginn 24. febrúar í Flóa í Hörpu.  

Keppnin fór þannig fram að faglærðir kokkar sendu inn uppskriftir af þremur smáréttum úr ýsu, grísakinn og kjúklingaskinni og rófum.

Eftirtaldir átta keppendur kepptu í dag, en þeir þrír síðasttöldu féllu úr keppni.

  • Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
  • Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
  • Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
  • Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
  • Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu
  • Ingólfur Norbert Piffl, Hilton Reykjavík Nordica
  • Kristinn Gissurarson, Hörpudiski
  • Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel Reykjavík

Úrslit fara þannig fram að keppendur hafa fimm tíma til að elda þrjá rétti fyrir 12 manns. Kokkur ársins verður krýndur í lok kvölds frammi fyrir fullu húsi veislugesta og hann öðlast þátttökurétt í Nordic Chef-keppninni á næsta ári, sem verður haldin á Íslandi.

Í fyrra var það Hafsteinn Ólafsson á Sumac Grill + Drinks sem bar sigur úr býtum. 

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...