Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélaginu, Sigurjón Bragi Geirsson Garra, Iðunn Sigurðardóttir Matarkjallaranum, Bjartur Elí Friðþjófsson Grillmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm.
Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélaginu, Sigurjón Bragi Geirsson Garra, Iðunn Sigurðardóttir Matarkjallaranum, Bjartur Elí Friðþjófsson Grillmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm.
Mynd / Sigurjón Ragnar
Fréttir 19. febrúar 2018

Keppa um nafnbótina Kokkur ársins 2018

Höfundur: smh

Undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018 fóru fram í dag 19. febrúar og hefur dómnefnd valið fimm kokka úr átta manna undanúrslitahópi, til að keppa til úrslita laugardaginn 24. febrúar í Flóa í Hörpu.  

Keppnin fór þannig fram að faglærðir kokkar sendu inn uppskriftir af þremur smáréttum úr ýsu, grísakinn og kjúklingaskinni og rófum.

Eftirtaldir átta keppendur kepptu í dag, en þeir þrír síðasttöldu féllu úr keppni.

  • Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
  • Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
  • Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
  • Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
  • Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu
  • Ingólfur Norbert Piffl, Hilton Reykjavík Nordica
  • Kristinn Gissurarson, Hörpudiski
  • Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel Reykjavík

Úrslit fara þannig fram að keppendur hafa fimm tíma til að elda þrjá rétti fyrir 12 manns. Kokkur ársins verður krýndur í lok kvölds frammi fyrir fullu húsi veislugesta og hann öðlast þátttökurétt í Nordic Chef-keppninni á næsta ári, sem verður haldin á Íslandi.

Í fyrra var það Hafsteinn Ólafsson á Sumac Grill + Drinks sem bar sigur úr býtum. 

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...