Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélaginu, Sigurjón Bragi Geirsson Garra, Iðunn Sigurðardóttir Matarkjallaranum, Bjartur Elí Friðþjófsson Grillmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm.
Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélaginu, Sigurjón Bragi Geirsson Garra, Iðunn Sigurðardóttir Matarkjallaranum, Bjartur Elí Friðþjófsson Grillmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm.
Mynd / Sigurjón Ragnar
Fréttir 19. febrúar 2018

Keppa um nafnbótina Kokkur ársins 2018

Höfundur: smh

Undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018 fóru fram í dag 19. febrúar og hefur dómnefnd valið fimm kokka úr átta manna undanúrslitahópi, til að keppa til úrslita laugardaginn 24. febrúar í Flóa í Hörpu.  

Keppnin fór þannig fram að faglærðir kokkar sendu inn uppskriftir af þremur smáréttum úr ýsu, grísakinn og kjúklingaskinni og rófum.

Eftirtaldir átta keppendur kepptu í dag, en þeir þrír síðasttöldu féllu úr keppni.

  • Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
  • Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
  • Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
  • Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
  • Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu
  • Ingólfur Norbert Piffl, Hilton Reykjavík Nordica
  • Kristinn Gissurarson, Hörpudiski
  • Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel Reykjavík

Úrslit fara þannig fram að keppendur hafa fimm tíma til að elda þrjá rétti fyrir 12 manns. Kokkur ársins verður krýndur í lok kvölds frammi fyrir fullu húsi veislugesta og hann öðlast þátttökurétt í Nordic Chef-keppninni á næsta ári, sem verður haldin á Íslandi.

Í fyrra var það Hafsteinn Ólafsson á Sumac Grill + Drinks sem bar sigur úr býtum. 

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...