Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason.
Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason.
Mynd / Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 4. janúar 2022

Kári Gautason og Iðunn Garðarsdóttir ráðin aðstoðarmenn landbúnaðarráðherra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kári Gautason og Iðunn Garðarsdóttir hafa verið ráðin sem aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Kári hefur störf þann 10. janúar nk. en Iðunn hefur þegar hafið störf og fylgdi ráðherra úr heilbrigðisráðuneytinu.

Kári Gautason er fæddur á Akureyri árið 1989 og ólst upp á Grænalæk í Vopnafirði.

Kári er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann lauk BS prófi í búvísindum frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri árið 2013, og meistaragráðu í búvísindum með áherslu á erfðafræði frá Árósarháskóla árið 2017.

Kári starfaði sem bóndi árin 2013 - 2015 , ráðunautur í loðdýrarækt í hlutastarfi 2013-2017 og var framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 2018-2020. Seinast starfaði Kári sem sérfræðingur og staðgengill framkvæmdastjóra hjá Bændasamtökum Íslands og sem stjórnarmaður í stjórn Byggðastofnunar. Hann lætur nú af þeim störfum til að gerast aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Í kjölfar kosninganna 2021 hlaut Kári sæti sem annar varaþingmaður VG í Norðausturkjördæmi.

Maki Kára er Gró Einarsdóttir, doktor í félagssálfræði, og saman eiga þau eina dóttur. 

Iðunn Garðarsdóttir hefur starfað sem aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra frá árinu 2017 og er nú aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn er fædd í Reykjavík árið 1989. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlið, lauk BA prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2013, BA prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2015 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 2017. Iðunn starfaði sem lögfræðingur hjá lögmannsstofunni Juris áður en hún hóf störf í heilbrigðisráðuneytinu.

Iðunn var virk í starfi Röskvu innan Háskóla Íslands, var formaður félagsins árin 2012-2013 og sat í Stúdentaráði og Háskólaráði fyrir hönd fylkingarinnar. Hún situr í málnefnd Háskóla Íslands.

Iðunn er í sambandi með Skúla Arnlaugssyni og saman eiga þau eina dóttur.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...