Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hross í haga.
Hross í haga.
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hryssur ólíðandi meðferð í myndbandi dýraverndarsamtakanna AWF/TSB, að er fram kemur í tilkynningu frá Arnþóri Guðlaugssyni, framkvæmdarstjóra fyrirtækisins.

,,Í myndskeiði sem nýlega birtist á netinu sjást dæmi um ólíðandi meðferð hrossa hjá samstarfsbændum líftæknifyrirtækisins Ísteka. Þessi meðferð er augljóslega brot á velferðarsamningum fyrirtækisins og viðkomandi bænda. Samningum við þá hefur því verið rift.

Á árinu 2021 hefur líftæknifyrirtækið Ísteka átt í samstarfi við 119 bændur um blóðgjafir hryssa til lyfjaframleiðslu. Gerðir eru bæði viðskiptasamningar og sérstakir velferðarsamningar við þá alla. Blóðgjöf til lyfjaframleiðslu er eina búgreinin á Íslandi þar sem slíkir samningar eru regla. Reynslan sýnir að bændur vinna almennt samkvæmt þeim.

Allar blóðgjafir eru framkvæmdar af dýralæknum og starfsemin er undir eftirliti Matvælastofnunar og fyrirtækisins sjálfs þar sem starfar sérstakur dýravelferðarfulltrúi. Rannsóknir sýna að hryssunum verður ekki meint af blóðgjöfunum.

En þrátt fyrir að regluverk um blóðgjafir sé strangt og eftirlit mjög mikið er ljóst að óviðeigandi frávik geta komið upp. Slíkt er ekki liðið af hálfu Ísteka og samningum við bændur er rift ef ekki er staðið við þá.

Að auki hefur Ísteka ákveðið að ráðast í umfangsmiklar umbætur á eftirliti fyrirtækisins með blóðgjöfum sem unnin er í nánu samstarfi við sérfræðinga á sviði búfjárhalds og dýravelferðar. Meginatriði þeirrar umbótaáætlunar felast meðal annars í eftirfarandi:

  • Aukinni fræðslu og þjálfun fyrir samstarfsbændur.
  • Fjölgun velferðareftirlitsmanna sem framvegis verða viðstaddir allar blóðgjafir.
  • Myndavélaeftirliti með öllum blóðgjöfum.

Með þessu vonast forsvarsmenn fyrirtækisins til þess að ólíðandi frávik varðandi dýravelferð í blóðgjöf hryssna á Íslandi endurtaki sig ekki. Nánari upplýsingar um starfsemi líftæknifyrirtækisins Ísteka er að finna á vefsíðunni www.isteka.is," segir í tilkynningunni.

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...