Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skipstjórnarmenn og fulltrúar Stena Line voru viðstaddir þegar grænu metanóli frá CRI var dælt á Stena Germanica ferjuna í höfninni í Gautaborg. CRI var valið vvaxtarsproti ársins 2019 og hlaut viðurkenningu árið 2020 fyrir mikla aukningu í veltu. Þá hefur CRI unnið til alþjóðlegu verðlaunanna Wärtsilä SparkUp Challenge, Energy Globe Awards og Nova Institute Best CO2 Utilization.
Skipstjórnarmenn og fulltrúar Stena Line voru viðstaddir þegar grænu metanóli frá CRI var dælt á Stena Germanica ferjuna í höfninni í Gautaborg. CRI var valið vvaxtarsproti ársins 2019 og hlaut viðurkenningu árið 2020 fyrir mikla aukningu í veltu. Þá hefur CRI unnið til alþjóðlegu verðlaunanna Wärtsilä SparkUp Challenge, Energy Globe Awards og Nova Institute Best CO2 Utilization.
Mynd / Aðsend
Fréttir 4. ágúst 2021

Íslenskt tæknifyrirtæki framleiðir grænt eldsneyti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Stena Germanica“, farþegaferja sænska ferjufyrirtækisins Stena Line, sigldi í lok júní knúin vistvænu metanóli á reglubundinni ferð sinni milli Gautaborgar í Svíþjóð og Kílar í Þýskalandi.

Var þetta í fyrsta sinn sem farþega- og bílferja knúin hefðbundnum brunavélum sigldi á vistvænu metanóli. Eldsneytið var framleitt af Carbon Recycling International (CRI) og samstarfsaðilum þess með endurunnum útblæstri frá stáliðjuveri í Norður-Svíþjóð. Germanica ferjan, sem er 240 metra löng, ber 1300 farþega og 300 bíla. Hún er knúin fjórum aðalvélum sem var breytt árið 2015, þannig að þær geta gengið bæði á metanóli og dísil. Metanól ryður sér nú til rúms sem umhverfisvænna eldsneyti fyrir skip, en Alþjóða­siglingamálastofnunin (IMO) gaf á síðasta ári út nýja staðla um notkun metanóls sem skipaeldsneyti.

Með brunaolíu þess í stað er komið í veg fyrir allan útblástur svifryks og brennisteinsoxíðs. Einnig uppfylla skip, sem brenna metanóli, ströngustu skilyrði um útblástur nituroxíðs. Með vistvænu metanóli geta skipafélög svo einnig uppfyllt vaxandi kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda.

Stena Germanica farþegaferjan siglir knúin grænu metanóli framleitt af CRI en fyrirtækið er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem þróar, hannar og afhendir búnað til að framleiða endurnýjanlegt eldsneyti og vistvæna efnavöru, úr koltvísýringi og vetni. 

Metanólið vinsælt

Í dag eru yfir 20 flutninga- og farþegaskip knúin metanóli. Mörg ný skip eru einnig í smíðum. Þannig hefur dótturfyrirtæki Stena Line, Stena Bulk, nýlega pantað þrjú efnaflutningaskip knúin metanólvélum.

Metanól- og ammóníaks­framleiðandinn Proman er með annað skip í smíðum og Maersk, stærsta skipafélag heims, mun sjósetja fyrsta gámaflutningaskipið sem brennir metanóli á árinu 2023. Maersk áformar einnig smíði þriggja gámaflutningaskipa til viðbótar. Þá eru hafnaryfirvöld víða í Evrópu að fjárfesta í innviðum til dreifingar metanóls og metanóldráttarbátum.

Verksmiðja reist í Kína

Eftirspurn eftir grænu metanóli mun því vaxa hröðum skrefum á næstu árum, en Alþjóðastofnunin um endurnýjanlega orku (IRENA) spáir að framleiðslan þurfi að aukast um 400 milljón tonn fram til ársins 2050, eða um milljón tonn á mánuði að jafnaði.

Metanólið verður nýtt sem grænt eldsneyti fyrir skip, í þungaflutningum á landi og til framleiðslu á efnavöru. CRI hefur á undanförnum 15 árum haslað sér völl sem leiðandi fyrirtæki í heiminum í þróun og sölu búnaðar til að framleiða grænt metanól með endurvinnslu koltvísýrings. CRI vinnur nú að því að reisa verksmiðju með 110 þúsund tonna framleiðslugetu á ári í Anyang-héraði Kína og að hönnun verksmiðju sambærilegrar stærðar í Norður-Noregi, auk þess sem fleiri verkefni eru í pípunum.

Nauðsynleg orkuskipti í sjóflutningum

„Við erum stolt af framlagi okkar til „FreSME“ verkefnisins sem tókst á allan hátt frábærlega en verkefnið hlaut tæplega tveggja milljarða króna styrk úr rannsóknasjóðum Evrópusambandsins. Framleiðsla á grænu metanóli úr útblæstri frá stáliðnaði getur haft jákvæð áhrif á umhverfið. Aukið framboð á eldsneyti framleiddu með tækni CRI mun styðja nauðsynleg orkuskipti í sjóflutningum og öðrum sviðum samgangna og iðnaðar,“ sagði Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI.

Auk CRI eru í „FreSMe“ verkefninu 10 evrópskir samstarfsaðliar:Iideals (frá Spáni), TNO (Hollandi), Swerim (Svíþjóð), SSAB (Svíþjóð), Array Industries (Hollandi), Tata Steel (Hollandi), Stena Line (Svíþjóð), Kisuma Chemicals B.V. (Hollandi), NIC – National Institute of Chemistry (Slóveníu) og Politecnico di Milano (Ítalíu).

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...