Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skjáskot úr nýju kyningarmyndbandi Sölufélags garðyrkjumanna. Nú er áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna.
Skjáskot úr nýju kyningarmyndbandi Sölufélags garðyrkjumanna. Nú er áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 7. febrúar 2022

Íslenskt grænmeti stendur fyrir – GÆÐI BEINT FRÁ BÓNDA

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) fagnaði 80 ára afmæli á árinu 2020 en það var stofn­að þann 13. janúar árið 1940. Félagið hefur nú sett í loftið nýtt og glæsilegt kynningar­myndband um starfsemina sem spannar allan ferilinn frá bónda á matborð neytenda.

Eins og fram kemur í mynd­bandinu er SFG samheldin fjölskylda grænmetisbænda sem hefur í þrjár kynslóðir vökvað grænmetið sitt með íslensku vatni.

Á rúmlega 80 árum hefur Sölufélag grænmetisbænda þróast hratt og tekið vaxtarkipp með hverri kynslóð. Félagið hefur þroskast á þessum áratugum úr grasrótarafli í bakland fyrir bændur. Eða eins og segir í myndbandinu:

„Fyrsta kynslóðin plægði akurinn með áherslu á framleiðslugetuna. Hún sýndi það og sannaði að á Íslandi má rækta afbragðsgrænmeti árið um kring. Önnur kynslóð fylgdi í plógfarið með áherslu á vöruþróun, merkingar og gæði. Hún sáði um leið fræjum að öflugu kynningarstarfi. Í dag vita allir að íslenskt grænmeti stendur fyrir gæði beint frá bónda.“

Nú sé áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna.

Kynningarmyndband um starfsemi SFG

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.