Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skjáskot úr nýju kyningarmyndbandi Sölufélags garðyrkjumanna. Nú er áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna.
Skjáskot úr nýju kyningarmyndbandi Sölufélags garðyrkjumanna. Nú er áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 7. febrúar 2022

Íslenskt grænmeti stendur fyrir – GÆÐI BEINT FRÁ BÓNDA

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) fagnaði 80 ára afmæli á árinu 2020 en það var stofn­að þann 13. janúar árið 1940. Félagið hefur nú sett í loftið nýtt og glæsilegt kynningar­myndband um starfsemina sem spannar allan ferilinn frá bónda á matborð neytenda.

Eins og fram kemur í mynd­bandinu er SFG samheldin fjölskylda grænmetisbænda sem hefur í þrjár kynslóðir vökvað grænmetið sitt með íslensku vatni.

Á rúmlega 80 árum hefur Sölufélag grænmetisbænda þróast hratt og tekið vaxtarkipp með hverri kynslóð. Félagið hefur þroskast á þessum áratugum úr grasrótarafli í bakland fyrir bændur. Eða eins og segir í myndbandinu:

„Fyrsta kynslóðin plægði akurinn með áherslu á framleiðslugetuna. Hún sýndi það og sannaði að á Íslandi má rækta afbragðsgrænmeti árið um kring. Önnur kynslóð fylgdi í plógfarið með áherslu á vöruþróun, merkingar og gæði. Hún sáði um leið fræjum að öflugu kynningarstarfi. Í dag vita allir að íslenskt grænmeti stendur fyrir gæði beint frá bónda.“

Nú sé áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna.

Kynningarmyndband um starfsemi SFG

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...