Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að íslensku jólatrén sæki í sig veðrið og innflutningur jólatrjáa dregst saman.
Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að íslensku jólatrén sæki í sig veðrið og innflutningur jólatrjáa dregst saman.
Mynd / Sigurður Ormur Aðalsteinsson
Fréttir 23. nóvember 2021

Íslensk tré sækja í sig veðrið á kostnað þeirra innfluttu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það má segja að jólin séu hafin í Kjarnaskógi og það er alltaf skemmtilegur tími,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hann segir jólastússið stóran lið í því að fjármagna starfsemi félagsins yfir árið.

Starfsmenn félagsins hafa farið nokkrar ferðir út í skóg að höggva jólatré og segir Ingólfur að byrjað sé á að sinna fyrirtækjum hér og hvar sem vilja gleðja gesti og gangandi í aðdraganda jólanna og varpa birtu yfir umhverfið með ljósadýrðinni. Hann segir að í boði séu svonefnd aðventutré sem flutt eru heim að dyrum hjá fyrirtækjum, þau eru á stöðugum fæti og standa gjarnan utan við verslanir eða fyrirtæki.

„Það er vaxandi að einstaklingar og húsfélög nýti sér þessa þjónustu, enda hægt að fá trén fullskreytt með seríum heim á hlað og engu þarf við að bæta, bara stinga í samband,“ segir hann. Síðustu daga hafa starfsmenn SE einnig verið að höggva torgtré, stærri tré sem send eru til bæjarfélaga.

Innflutningur dregst saman

Tvær helgar í desember stendur almenningi til boða að höggva sín eigin jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk og þá opnar hin hefðbundna jólatrésala í Kjarnaskógi einnig í byrjun desember.

„Þar eru heimilisjólatrén allsráðandi, sum þeirra ræktum við sjálf en erum einnig í samvinnu við fjölmarga íslenska jólatrjáframleiðendur. Íslensku trén hafa sótt mjög í sig veðrið undanfarin ár og innflutningur hefur að sama skapi dregist saman sem er af hinu góða,“ segir Ingólfur en þar vegur þyngst aukin umhverfisvitund sem og sjúkdómahætta sem innflutningi fylgir.

„Svo má náttúrlega ekki gleyma því að allt þetta jólatrjáastúss var fundið upp til að gleðja okkur, við reynum að hafa það að leiðarljósi hér í skóginum og hrífa aðra með.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f