Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að íslensku jólatrén sæki í sig veðrið og innflutningur jólatrjáa dregst saman.
Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að íslensku jólatrén sæki í sig veðrið og innflutningur jólatrjáa dregst saman.
Mynd / Sigurður Ormur Aðalsteinsson
Fréttir 23. nóvember 2021

Íslensk tré sækja í sig veðrið á kostnað þeirra innfluttu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það má segja að jólin séu hafin í Kjarnaskógi og það er alltaf skemmtilegur tími,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hann segir jólastússið stóran lið í því að fjármagna starfsemi félagsins yfir árið.

Starfsmenn félagsins hafa farið nokkrar ferðir út í skóg að höggva jólatré og segir Ingólfur að byrjað sé á að sinna fyrirtækjum hér og hvar sem vilja gleðja gesti og gangandi í aðdraganda jólanna og varpa birtu yfir umhverfið með ljósadýrðinni. Hann segir að í boði séu svonefnd aðventutré sem flutt eru heim að dyrum hjá fyrirtækjum, þau eru á stöðugum fæti og standa gjarnan utan við verslanir eða fyrirtæki.

„Það er vaxandi að einstaklingar og húsfélög nýti sér þessa þjónustu, enda hægt að fá trén fullskreytt með seríum heim á hlað og engu þarf við að bæta, bara stinga í samband,“ segir hann. Síðustu daga hafa starfsmenn SE einnig verið að höggva torgtré, stærri tré sem send eru til bæjarfélaga.

Innflutningur dregst saman

Tvær helgar í desember stendur almenningi til boða að höggva sín eigin jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk og þá opnar hin hefðbundna jólatrésala í Kjarnaskógi einnig í byrjun desember.

„Þar eru heimilisjólatrén allsráðandi, sum þeirra ræktum við sjálf en erum einnig í samvinnu við fjölmarga íslenska jólatrjáframleiðendur. Íslensku trén hafa sótt mjög í sig veðrið undanfarin ár og innflutningur hefur að sama skapi dregist saman sem er af hinu góða,“ segir Ingólfur en þar vegur þyngst aukin umhverfisvitund sem og sjúkdómahætta sem innflutningi fylgir.

„Svo má náttúrlega ekki gleyma því að allt þetta jólatrjáastúss var fundið upp til að gleðja okkur, við reynum að hafa það að leiðarljósi hér í skóginum og hrífa aðra með.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...