Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að íslensku jólatrén sæki í sig veðrið og innflutningur jólatrjáa dregst saman.
Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að íslensku jólatrén sæki í sig veðrið og innflutningur jólatrjáa dregst saman.
Mynd / Sigurður Ormur Aðalsteinsson
Fréttir 23. nóvember 2021

Íslensk tré sækja í sig veðrið á kostnað þeirra innfluttu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það má segja að jólin séu hafin í Kjarnaskógi og það er alltaf skemmtilegur tími,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hann segir jólastússið stóran lið í því að fjármagna starfsemi félagsins yfir árið.

Starfsmenn félagsins hafa farið nokkrar ferðir út í skóg að höggva jólatré og segir Ingólfur að byrjað sé á að sinna fyrirtækjum hér og hvar sem vilja gleðja gesti og gangandi í aðdraganda jólanna og varpa birtu yfir umhverfið með ljósadýrðinni. Hann segir að í boði séu svonefnd aðventutré sem flutt eru heim að dyrum hjá fyrirtækjum, þau eru á stöðugum fæti og standa gjarnan utan við verslanir eða fyrirtæki.

„Það er vaxandi að einstaklingar og húsfélög nýti sér þessa þjónustu, enda hægt að fá trén fullskreytt með seríum heim á hlað og engu þarf við að bæta, bara stinga í samband,“ segir hann. Síðustu daga hafa starfsmenn SE einnig verið að höggva torgtré, stærri tré sem send eru til bæjarfélaga.

Innflutningur dregst saman

Tvær helgar í desember stendur almenningi til boða að höggva sín eigin jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk og þá opnar hin hefðbundna jólatrésala í Kjarnaskógi einnig í byrjun desember.

„Þar eru heimilisjólatrén allsráðandi, sum þeirra ræktum við sjálf en erum einnig í samvinnu við fjölmarga íslenska jólatrjáframleiðendur. Íslensku trén hafa sótt mjög í sig veðrið undanfarin ár og innflutningur hefur að sama skapi dregist saman sem er af hinu góða,“ segir Ingólfur en þar vegur þyngst aukin umhverfisvitund sem og sjúkdómahætta sem innflutningi fylgir.

„Svo má náttúrlega ekki gleyma því að allt þetta jólatrjáastúss var fundið upp til að gleðja okkur, við reynum að hafa það að leiðarljósi hér í skóginum og hrífa aðra með.“

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...