Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti unnu fjórganginn í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.
Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti unnu fjórganginn í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.
Mynd / Meistaradeild í hestaíþróttum
Fréttir 8. febrúar 2024

Innanhússmótaraðir aldrei verið vinsælli

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Keppnistímabilið í hestaíþróttum er hafið hérlendis. Vetrartímabilið einkennist af innanhússmótum og deildarkeppnum. Framboðið af mótum og hinum ýmsum deildum hefur aldrei verið meiri – núna í febrúar eru yfir tuttugu viðburðir á dagskrá.

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum var fyrst til að hefja göngu sína þann 25. janúar sl. Keppt var í fjórgangi þar sem Jakob Svavar Sigurðsson vann á stóðhestinum Skarp frá Kýrholti. Nokkuð óvæntur sigur en margir gerðu ráð fyrir því að sigurvegararnir frá því í fyrra, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum, myndu landa toppsætinu líka í ár. Gangskiptingin upp í stökk klikkaði í úrslitunum hjá þeim sem var þeim dýrkeypt og Jakob og Skarpur náðu gullinu til sín en Aðalheiður og Flóvent enduðu í öðru sæti. Í þriðja sæti varð Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási.

Keppnin rétt að byrja

Lið Hestvits/Árbakka leiðir liðakeppnina eftir fyrstu grein en allir liðsmenn komust í A úrslit en þau voru þau Jóhanna Margrét Snorradóttir, Gústaf Ásgeir Hinriksson og Glódís Rún. Í öðru sæti er lið Hjarðartúns og í því þriðja er lið Ganghesta/Margrétarhofs. Keppnin er þó rétt að byrja, nóg af stigum eftir í pottinum og verður spennandi að fylgjast með gangi mála.

Lið Hestvits/Árbakka unnu liðaplattann í fjórganginum en allir knapar voru í A úrslitum. Á myndinni eru þau Gústaf Ásgeir Hinriksson, Glódís Rún Sigurðardóttir, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Pierre Sandsten Hoyos og Fredrica Fagerlund.

Næsta keppni í Meistaradeildinni er í kvöld, fimmtudaginn 8. febrúar, en þá verður keppt í slaktaumatölti í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Það gefur auga leið að Jakob leiðir einstaklingskeppnina og mætir hann með sjö vetra hryssu, Hrefnu frá Fákshólum, sem er undan heimsmeistaranum í tölti Gloríu frá Skúfslæk og Hraunari frá Hrossahaga. Jakob er mikill keppnismaður og ætlar sér að gera vel í kvöld.

„Þetta er í fyrsta sinn sem hún keppir í slaktaumatölti. Ég held rosalega mikið upp á hana svo mig langar til að gera vel. Held að það eigi alveg að geta verið en markmiðið er að komast í úrslit,“ segir Jakob Svavar.

Jakob og Skarpur, hér á fallegu tölti, urðu nokkuð óvænt sigurvegarar. Næsta mót fer fram í kvöld, 8. febrúar, en þá mun Jakob mæta með sjö vetra hryssu úr eigin ræktun, Hrefnu frá Fákshólum.

Fyrsta tímabil 1. deildarinnar

Það bíða margir spenntir eftir því að leikar hefjist í 1. deildinni en þetta er fyrsta árið sem boðið er upp á þennan valkost. Deildinni er ætlað að koma á milli Áhugamannadeildarinnar og Meistaradeildarinnar sem báðar hafa notið mikilla vinsælda. Fyrsta mót hennar er 23. febrúar í Samskipahöllinni í Kópavogi og er undirbúningur í fullum gangi bæði hjá liðum og mótshöldurum.

„Það var mikill áhugi á deildinni en fleiri lið sóttu um en komust að. Það vantaði greinilega vettvang fyrir ákveðinn hóp knapa á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu og gleðjumst við yfir áhuganum. Áhugamannadeildin stækkaði líka með tilkomu þessarar deildar en núna eiga líka kannski fleiri erindi í þá deild. Það var orðið pínu misskipt og komin smá gjá á milli liða en þessi nýja deild hefur kannski komið meira jafnvægi á áhugamannadeildina,“ segir Garðar Hólm Birgisson, formaður fyrstu deildarinnar í hestaíþróttum.

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...