Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti unnu fjórganginn í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.
Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti unnu fjórganginn í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.
Mynd / Meistaradeild í hestaíþróttum
Fréttir 8. febrúar 2024

Innanhússmótaraðir aldrei verið vinsælli

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Keppnistímabilið í hestaíþróttum er hafið hérlendis. Vetrartímabilið einkennist af innanhússmótum og deildarkeppnum. Framboðið af mótum og hinum ýmsum deildum hefur aldrei verið meiri – núna í febrúar eru yfir tuttugu viðburðir á dagskrá.

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum var fyrst til að hefja göngu sína þann 25. janúar sl. Keppt var í fjórgangi þar sem Jakob Svavar Sigurðsson vann á stóðhestinum Skarp frá Kýrholti. Nokkuð óvæntur sigur en margir gerðu ráð fyrir því að sigurvegararnir frá því í fyrra, Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum, myndu landa toppsætinu líka í ár. Gangskiptingin upp í stökk klikkaði í úrslitunum hjá þeim sem var þeim dýrkeypt og Jakob og Skarpur náðu gullinu til sín en Aðalheiður og Flóvent enduðu í öðru sæti. Í þriðja sæti varð Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási.

Keppnin rétt að byrja

Lið Hestvits/Árbakka leiðir liðakeppnina eftir fyrstu grein en allir liðsmenn komust í A úrslit en þau voru þau Jóhanna Margrét Snorradóttir, Gústaf Ásgeir Hinriksson og Glódís Rún. Í öðru sæti er lið Hjarðartúns og í því þriðja er lið Ganghesta/Margrétarhofs. Keppnin er þó rétt að byrja, nóg af stigum eftir í pottinum og verður spennandi að fylgjast með gangi mála.

Lið Hestvits/Árbakka unnu liðaplattann í fjórganginum en allir knapar voru í A úrslitum. Á myndinni eru þau Gústaf Ásgeir Hinriksson, Glódís Rún Sigurðardóttir, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Pierre Sandsten Hoyos og Fredrica Fagerlund.

Næsta keppni í Meistaradeildinni er í kvöld, fimmtudaginn 8. febrúar, en þá verður keppt í slaktaumatölti í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Það gefur auga leið að Jakob leiðir einstaklingskeppnina og mætir hann með sjö vetra hryssu, Hrefnu frá Fákshólum, sem er undan heimsmeistaranum í tölti Gloríu frá Skúfslæk og Hraunari frá Hrossahaga. Jakob er mikill keppnismaður og ætlar sér að gera vel í kvöld.

„Þetta er í fyrsta sinn sem hún keppir í slaktaumatölti. Ég held rosalega mikið upp á hana svo mig langar til að gera vel. Held að það eigi alveg að geta verið en markmiðið er að komast í úrslit,“ segir Jakob Svavar.

Jakob og Skarpur, hér á fallegu tölti, urðu nokkuð óvænt sigurvegarar. Næsta mót fer fram í kvöld, 8. febrúar, en þá mun Jakob mæta með sjö vetra hryssu úr eigin ræktun, Hrefnu frá Fákshólum.

Fyrsta tímabil 1. deildarinnar

Það bíða margir spenntir eftir því að leikar hefjist í 1. deildinni en þetta er fyrsta árið sem boðið er upp á þennan valkost. Deildinni er ætlað að koma á milli Áhugamannadeildarinnar og Meistaradeildarinnar sem báðar hafa notið mikilla vinsælda. Fyrsta mót hennar er 23. febrúar í Samskipahöllinni í Kópavogi og er undirbúningur í fullum gangi bæði hjá liðum og mótshöldurum.

„Það var mikill áhugi á deildinni en fleiri lið sóttu um en komust að. Það vantaði greinilega vettvang fyrir ákveðinn hóp knapa á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu og gleðjumst við yfir áhuganum. Áhugamannadeildin stækkaði líka með tilkomu þessarar deildar en núna eiga líka kannski fleiri erindi í þá deild. Það var orðið pínu misskipt og komin smá gjá á milli liða en þessi nýja deild hefur kannski komið meira jafnvægi á áhugamannadeildina,“ segir Garðar Hólm Birgisson, formaður fyrstu deildarinnar í hestaíþróttum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f