Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Ýmis tilfelli illrar meðferðar á búpeningi liggja að baki stjórnvaldsaðgerðum Matvælastofnunar sem tilkynntar voru í byrjun ágúst. Myndin tengist efninu ekki beint.
Ýmis tilfelli illrar meðferðar á búpeningi liggja að baki stjórnvaldsaðgerðum Matvælastofnunar sem tilkynntar voru í byrjun ágúst. Myndin tengist efninu ekki beint.
Mynd / bbl
Fréttir 15. ágúst 2025

Illa farið með skepnur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælastofnun hefur birt stjórnvaldsákvarðanir og dagsektir vegna dýravelferðar frá maí til júní. Flestar snerta þær Suður- og Norðurland.

Matvælastofnun hefur birt yfirlit yfir stjórnvaldsákvarðanir stofnunarinnar í dýravelferðarmálum fyrir maí, júní og júlí. Er um að ræða mismunandi háar dagsektir og aðrar aðgerðir.

Samkvæmt tilkynningu MAST voru dagsektir, 10 þúsund á dag, lagðar á bónda í suðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur. Þótti örmerkingum hrossa, hunda og katta á bænum vera ábótavant og hjarðbók fyrir sauðfé var óuppfærð. Sjúkdóma- og lyfjaskráningar fyrir sauðfé og hross voru einnig ófullnægjandi og almenn meðferð og umhirða hunda á bænum ekki í lagi.

Stjórnvaldssekt að upphæð 330.000 kr. var lögð á einstakling í suðvesturumdæmi sem notaði hengingaraðferð við tamningu á folaldi.

Hestaleigan hélt uppteknum hætti

MAST stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi í apríl vegna brota á dýravelferð en rekstraraðilinn hélt áfram rekstrinum. Dagsektir, 10 þúsund krónur á dag, voru lagðar á hann í sumar til að knýja á um lokun hestaleigunnar og bæta úr velferð hrossanna.

Við eftirlit hjá bónda í suðvesturumdæmi fannst fótbrotin kvíga í fjárhúshlöðu á bænum sem hafði verið brotin í 2-3 daga áður en eftirlitsmenn bar að garði. Ekki hafði verið kallaður til dýralæknir. Kvígan var aflífuð að kröfu MAST og lögð stjórnvaldssekt á bóndann að upphæð 210.000 kr. Einnig voru lagðar á hann dagsektir að upphæð 15.000 kr. á dag til að knýja á um bætta dýravelferð í búskapnum.

Þá greip MAST til aðgerða vegna kýr sem drapst í flutningi til sláturhúss. Bóndi í norðausturumdæmi lét flytja kú til sláturhúss á Akureyri fimm dögum eftir burð. Hún drapst á leiðinni. Var það mat stofnunarinnar að bóndanum hefði átt að vera ljóst að kýrin var ekki flutningshæf vegna einkenna sem hún sýndi. Lögð var stjórnvaldssekt að upphæð 260.000 kr. á bóndann.

Illa farin kýr í fjósi

Jafnframt kom í ljós, við eftirlit hjá bónda í norðvesturumdæmi, mjög illa farin kýr í fjósi. Vanrækt hafði verið að kalla til dýralækni eða aflífa skepnuna. Skepnan var aflífuð að kröfu MAST. Lögð var stjórnvaldssekt að upphæð 225.000 kr. á bóndann.

Einnig voru lagðar hefðbundnar dagsektir á bónda í norðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur á velferð sauðfjár og hrossa.

Nokkuð var sömuleiðis um aðgerðir tengdar velferð hunda og katta víða um land.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...