Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Arna Lára Jónsdóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Fréttir 30. júní 2022

Íbúum fjölgar aftur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Arna Lára Jónsdóttir tók til starfa sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í byrjun mánaðarins.

Áður gegndi Birgir Gunnarsson starfinu. Arna hefur verið bæjarfulltrúi síðan árið 2006. Hennar fyrsta verk í starfi var að taka á móti forsetahjónunum sem komu í sína fyrstu opinberu heimsókn til Ísafjarðarbæjar.

„Ég hefði ekki getað valið mér betra upphaf. Þetta er mikill heiður fyrir mig að fá að sinna þessu ábyrgðarmikla starfi í umboði bæjarbúa. Þetta er í senn spennandi og krefjandi en ég er full tilhlökkunar fyrir starfinu.

Það er mikil uppbygging fram undan í Ísafjarðarbæ og íbúum farið að fjölga aftur. Það kallar á að skipulagsmálin verði ofarlega á blaði. Finna þarf lóðir og undirbúa byggingu nýs íbúðarhúsnæðis, en mikil þörf er á slíku. Við þurfum fleira fólk hingað vestur, þar sem atvinnulífið er í miklum vexti. Sveitarfélagið þarf að styðja við og liðka til við hinar ýmsu framkvæmdir sem einstaklingar og fyrirtæki eru að ráðast í. Það liggur einnig fyrir að við þurfum aðhugaaðfleirileikskólaplássum og svo er farið að þrengja að grunnskólanum á Ísafirði. Við erum að klára lengingu á Sundabakka og þar skapast
mikil tækifæri fyrir höfnina og hafnartengda starfsemi. Þannig það eru bjartir tímar í Ísafjarðarbæ og mikið undir að við spilum vel úr þeim aðstæðum sem hér eru fyrir hendi.

Helstu styrkleikar sveitarfélagsins liggja í samfélaginu og í fólkinu sem hér býr. Það er mikil gróska, drifkraftur og seigla sem einkennir þetta samfélag. Gjöful fiskimið og falleg náttúra skapa okkur eftirsóknarverða sérstöðu.

Helstu áskoranir Ísafjarðarbæjar og annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum er að verulega skortir upp á að ríkið hafi sinnt skyldu sinni við að byggja upp innviði samfélagsins. Hér vísa ég í raforkuöryggi sem er ófullnægjandi og samgöngur eru ekki boðlegar samfélagi á 21. öldinni. Það vantar nokkur jarðgöng og almennilega vegi sem uppfylla nútímakröfur svo fólk komist öruggt á milli byggðarlaga, auk þess sem við þurfum að koma afurðum okkar á markað.

Ísafjarðarbær er í mikilli þörf fyrir auknar tekjur til að standa undir þeim vexti sem er fram undan og við horfum til þess að fá stærri hluta af auðlindagjöldum af fiskeldi til sveitarfélagsins,“ segir Arna Lára.

Ísafjarðarbær varð til 1. júní 1996 þegar Ísafjörður, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri sameinuðust, en áður hafði Hnífsdalur sameinast Ísafirði. Stærð sveitafélagsins er 2.379 ferkílómetrar. Íbúafjöldinn er 3.840 manns. Atvinnulíf á Vestfjörðum byggir á frumframleiðslugreinum og þá fyrst og fremst á sjávarútvegi, en það er sú grein sem skilar mestu tekjum á svæðinu. Fiskeldi er sú atvinnugrein sem vex hraðast á í sveitarfélaginu.

Skylt efni: nýjir sveitastjórar

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...