Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Glæra úr erindi Capper sem fjallaði um sjálfbæra matvælaframleiðslu.
Glæra úr erindi Capper sem fjallaði um sjálfbæra matvælaframleiðslu.
Í deiglunni 4. desember 2023

Þversagnir í afstöðu neytenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hélt Jude L. Capper prófessor við Harper Adams háskóla í Englandi erindi um hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu og kom þar víða við enda umfjöllunarefnið margþætt.

Capper lagði áherslu á að forðast beri ofureinföldun í framsetningu upplýsinga í tengslum við málefni sjálfbærrar matvælaframleiðslu og mhverfisáhrifum hennar enda gætu þær verið misvísandi. Þannig væru upplýsingar sem gefnar væru á kolefnissporum matvæla miðað við meðaltölur á heimsvísu óviðeigandi þar sem kolefnisspor búfjárræktunar væri mjög svæðisbundinn.

Áreiðanleg gagnasöfnun væri lykilatriði. Til að hægt væri að bera raunverulega saman mismunandi kolefnisspor matvælaframleiðslu og landbúnaðakerfa þyrfti að vera til viðurkennt staðlað mælikerfi. Enda væru of mörg mismundandi mælikvarðar í umferð sem gætu öll skilað ólíkum niðurstöðum þótt mæld væri framleiðsla frá einu og sama búinu.

Jude benti á ákveðna þversögn í afstöðu neytenda gagnvart dýravelferð. Tölur sýndu að 94% manna létu sig dýravelferð varða. En um leið og farið var að mæla hvernig slík áhrif skiluðu sér í kauphegðun kæmi í ljós að dýravelferð hefði lítil sem engin áhrif við val á vöru, þar sem verð, bragð og næringargildi réðu frekar til um það hvað neytendur keyptu.

Einnig hóf hún máls á neysluhegðun en rannsóknir sýndu að sá hópur sem skilgreinir sig sem „flexitarian“ fari ört vaxandi og væri samkvæmt nýlegri breskri rannsókn um 15% neytenda.

Á meðan skilgreina fjögur prósent sig sem vegan eða grænmetisætur og 81% sem kjöt og fiskætur.

Erindi Jude L. Capper má nálgast á vefsíðu RML.

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...

Ræktunarland verður kortlagt
Fréttaskýring 8. desember 2023

Ræktunarland verður kortlagt

Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga um nýja landsskipulagsstefnu til 15 á...

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls
Fréttaskýring 17. nóvember 2023

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls

Hugtakið „fæðuöryggi“ hefur verið mikið til umræðu undanfarin misseri. Ef litið ...

Ágreiningur um áhrif veiða
Fréttaskýring 11. nóvember 2023

Ágreiningur um áhrif veiða

Samkeppni um rými og auðlindir geta valdið misklíð milli manna og dýra. Í tilfel...