Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Glæra úr erindi Capper sem fjallaði um sjálfbæra matvælaframleiðslu.
Glæra úr erindi Capper sem fjallaði um sjálfbæra matvælaframleiðslu.
Í deiglunni 4. desember 2023

Þversagnir í afstöðu neytenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hélt Jude L. Capper prófessor við Harper Adams háskóla í Englandi erindi um hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu og kom þar víða við enda umfjöllunarefnið margþætt.

Capper lagði áherslu á að forðast beri ofureinföldun í framsetningu upplýsinga í tengslum við málefni sjálfbærrar matvælaframleiðslu og mhverfisáhrifum hennar enda gætu þær verið misvísandi. Þannig væru upplýsingar sem gefnar væru á kolefnissporum matvæla miðað við meðaltölur á heimsvísu óviðeigandi þar sem kolefnisspor búfjárræktunar væri mjög svæðisbundinn.

Áreiðanleg gagnasöfnun væri lykilatriði. Til að hægt væri að bera raunverulega saman mismunandi kolefnisspor matvælaframleiðslu og landbúnaðakerfa þyrfti að vera til viðurkennt staðlað mælikerfi. Enda væru of mörg mismundandi mælikvarðar í umferð sem gætu öll skilað ólíkum niðurstöðum þótt mæld væri framleiðsla frá einu og sama búinu.

Jude benti á ákveðna þversögn í afstöðu neytenda gagnvart dýravelferð. Tölur sýndu að 94% manna létu sig dýravelferð varða. En um leið og farið var að mæla hvernig slík áhrif skiluðu sér í kauphegðun kæmi í ljós að dýravelferð hefði lítil sem engin áhrif við val á vöru, þar sem verð, bragð og næringargildi réðu frekar til um það hvað neytendur keyptu.

Einnig hóf hún máls á neysluhegðun en rannsóknir sýndu að sá hópur sem skilgreinir sig sem „flexitarian“ fari ört vaxandi og væri samkvæmt nýlegri breskri rannsókn um 15% neytenda.

Á meðan skilgreina fjögur prósent sig sem vegan eða grænmetisætur og 81% sem kjöt og fiskætur.

Erindi Jude L. Capper má nálgast á vefsíðu RML.

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...