Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Glæra úr erindi Capper sem fjallaði um sjálfbæra matvælaframleiðslu.
Glæra úr erindi Capper sem fjallaði um sjálfbæra matvælaframleiðslu.
Í deiglunni 4. desember 2023

Þversagnir í afstöðu neytenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hélt Jude L. Capper prófessor við Harper Adams háskóla í Englandi erindi um hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu og kom þar víða við enda umfjöllunarefnið margþætt.

Capper lagði áherslu á að forðast beri ofureinföldun í framsetningu upplýsinga í tengslum við málefni sjálfbærrar matvælaframleiðslu og mhverfisáhrifum hennar enda gætu þær verið misvísandi. Þannig væru upplýsingar sem gefnar væru á kolefnissporum matvæla miðað við meðaltölur á heimsvísu óviðeigandi þar sem kolefnisspor búfjárræktunar væri mjög svæðisbundinn.

Áreiðanleg gagnasöfnun væri lykilatriði. Til að hægt væri að bera raunverulega saman mismunandi kolefnisspor matvælaframleiðslu og landbúnaðakerfa þyrfti að vera til viðurkennt staðlað mælikerfi. Enda væru of mörg mismundandi mælikvarðar í umferð sem gætu öll skilað ólíkum niðurstöðum þótt mæld væri framleiðsla frá einu og sama búinu.

Jude benti á ákveðna þversögn í afstöðu neytenda gagnvart dýravelferð. Tölur sýndu að 94% manna létu sig dýravelferð varða. En um leið og farið var að mæla hvernig slík áhrif skiluðu sér í kauphegðun kæmi í ljós að dýravelferð hefði lítil sem engin áhrif við val á vöru, þar sem verð, bragð og næringargildi réðu frekar til um það hvað neytendur keyptu.

Einnig hóf hún máls á neysluhegðun en rannsóknir sýndu að sá hópur sem skilgreinir sig sem „flexitarian“ fari ört vaxandi og væri samkvæmt nýlegri breskri rannsókn um 15% neytenda.

Á meðan skilgreina fjögur prósent sig sem vegan eða grænmetisætur og 81% sem kjöt og fiskætur.

Erindi Jude L. Capper má nálgast á vefsíðu RML.

Lóum og spóum fækkar ógnvænlega
Fréttaskýring 16. apríl 2025

Lóum og spóum fækkar ógnvænlega

Heiðlóu og spóa fækkar ört. Ástæðan er rakin til samþættra áhrifa hér á landi, e...

Gömul saga og ný
Fréttaskýring 24. mars 2025

Gömul saga og ný

Í niðurstöðum ráðuneytisstjórahóps matvælaráðuneytisins um fjárhagsvanda landbún...

Mikil þörf á afleysingafólki
Fréttaskýring 21. mars 2025

Mikil þörf á afleysingafólki

Mikil þörf er á fleira afleysingafólki fyrir bændur. Fáir virðast hafa afleysing...

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja
Fréttaskýring 12. mars 2025

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja

Dýraverndarsamtök Íslands telja að færa eigi stjórnsýslu dýravelferðar frá Matvæ...

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega
Fréttaskýring 25. febrúar 2025

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega

Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála, sem e...

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?
Fréttaskýring 10. febrúar 2025

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?

Einu hveitimyllu landsins verður lokað á allra næstu vikum. Með því verða Íslend...

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar
Fréttaskýring 5. febrúar 2025

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar

Forsvarsmenn stærstu svínabúa landsins eiga í ágreiningi við hið opinbera vegna ...

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f