Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Árni Kristinn Skúlason með flottan urriða úr Laxárvatni.
Árni Kristinn Skúlason með flottan urriða úr Laxárvatni.
Mynd / Ingi Danner
Í deiglunni 12. júní 2019

Silungurinn tók þegar fór að hlýna

Höfundur: Gunnar Bender
„Ég og Ragnar Ingi Danner ákváðum að skella okkur í Laxárvatn í Dölum, sem er í Veiðikortinu, fyrir skömmu,“ sagði Árni Kristinn Skúlason er við heyrðum í honum ný­komnum úr veiðinni.
 
„Við mættum um 9 leytið og  ákváðum að labba  hringinn í kringum vatnið. Það kom mér á óvart hve aðdjúpt vatnið er, hentar einstaklega vel til fluguveiða. Það var éljagangur og sólskin til skiptis, skítkalt og fraus í lykkjum. 
 
Í norðanverðu vatninu rann sæmilegur lækur út í og fékk Raggi tvo þar rétt hjá. Það er gott aðgengi að vatninu og bakkarnir eru vel grónir.
 
Þegar það fór að hlýna aðeins fóru hlutirnir að gerast, fiskur byrjaði að elta og taka. Í sunnanverðu vatninu fengum við 4 fiska, allir tóku grimmt og rifu vel í. Það þarf greinilega að hitna aðeins meira til að hlutirnir fari almennilega af stað,“ sagði Árni Kristinn, sem þræðir veiðivötnin hverja helgi. 

Skylt efni: Laxárvatn | stangaveiði

Matvæli undir fölsku flaggi
Fréttaskýring 10. mars 2023

Matvæli undir fölsku flaggi

Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar...

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda
Fréttaskýring 2. mars 2023

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræ...

Kostur skemmtiferðaskipa
Fréttaskýring 20. febrúar 2023

Kostur skemmtiferðaskipa

Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar ...

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi
Fréttaskýring 17. febrúar 2023

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi

Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi – annars vegar Sorpa í Reykj...

Áhugaverður markaður
Fréttaskýring 9. febrúar 2023

Áhugaverður markaður

Skemmtiferða­ og leiðangursskip sem koma hingað til lands versla lítið af íslens...

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið
Fréttaskýring 31. janúar 2023

Verðmæt næringarefni fara inn í hringrásarhagkerfið

Bann við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðas...

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...