Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Matarmót Austurlands var haldið fyrir skömmu og þótti takast vel. Telja bæði lærðir og leikir mikil tækifæri til nýsköpunar og eflingar þess sem fyrir er á þessum vettvangi.
Matarmót Austurlands var haldið fyrir skömmu og þótti takast vel. Telja bæði lærðir og leikir mikil tækifæri til nýsköpunar og eflingar þess sem fyrir er á þessum vettvangi.
Mynd / Tara Tjörvadóttir
Í deiglunni 6. desember 2023

Landsins gæði á fjölsóttu Matarmóti

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matarauður Austurlands stóð að vel heppnuðu Matarmóti fyrr í mánuðinum, á Egilsstöðum. Þetta var þriðja árið sem viðburðurinn er haldinn og sú nýbreytni tekin upp að útvíkka hóp þátttakenda og opna Matarmótið almenningi að hluta.

„Yfirskrift mótsins var Landsins gæði og hófst dagurinn á málþingi þar sem ýmsir sérfræðingar voru kallaðir að borðinu,“ segir Valborg Ösp Árnadóttir Warén, verkefnisstjóri hjá Austurbrú.

Að hennar sögn var fyrir nokkru gerð könnun meðal íbúa Austurlands um landsins gæði eystra og austfirskt hráefni. „Rýnihópar voru kallaðir til og út frá þeim niðurstöðum var unnin samantekt sem kynnt var á málþinginu. Helstu niðurstöður þar sýna að margir íbúar Austurlands nýta landsins gæði til eigin nota og gjafa og áhugi er hjá heimafólki á að fá fleiri námskeið sem felast í því að nýta gæðin,“ segir hún.

Flest telji aðgengi að þeim gott og mörg telji mikilvægt að auka sýnileika og aðgengi að austfirskri matvöru í austfirskum verslunum og auka ræktunarsvæði í byggðakjörnum fjórðungsins.

Þá telji mörg mikla þörf á fullvinnslueldhúsum sem hægt væri að hafa aðgengi að, mikilvægt sé að kynna austfirskar vörur undir sameiginlegu vörumerki og samvinna sé nauðsynleg milli framleiðenda og veitingaaðila.

Gestir fengu að smakka ýmsar kræsingar á Matarmóti, bæði fullunnar afurðir og krásir á tilraunastigi. Fólk undraði sig á fjölda þeirra sem eru í matvælaframleiðslu á Austurlandi og fjölbreytni afurða þeirra.

Að vera sjálfum sér trúr

Meðal þeirra sem fluttu erindi var Kristín María Sigþórsdóttir upplifunarhönnuður sem fjallaði m.a. um hvað geri matarupplifun einstaka, mikilvægi sögunnar, skynjunar og nálgunar á matarupplifun og það hvernig upplifunin verði heildræn.

Hún hvatti til að matarframleiðendur sköpuðu sér sérstöðu, nýttu nærumhverfi sitt og væru sjálfum sér trúir í sinni framleiðslu. Nýjungar væru nauðsynlegar og nýbreytni, t.d. með því að para saman mat á forvitnilegan hátt og nýta innblástur úr langri matarsögu Íslendinga. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, kynnti fundargestum verkefnið Íslenskt staðfest. „Erindi Vigdísar var mjög áhugavert og vakti okkur til umhugsunar um hversu mikilvægt er að við tökum höndum saman í að vernda framleiðslugreinar matvæla á Íslandi, kaupa íslenskt og hlúa að þeim sem velja að stunda matvæla- framleiðslu í okkar góða landi,“ segir Valborg. Forsvarsmenn Blábjarga á Borgarfirði eystra kynntu á málþinginu notkun á þara í heilsulind hótelsins og eigendur Í boði náttúrunnar sögðu frá sinni reynslu.

Hlakka til að þróa Matarmótið áfram

Matarmótin 2021 og 2022 voru lokuð almenningi en fulltrúum veitinga- staða og annarra vænlegra við- skiptavina og hagsmunaaðila boðið að sækja þau. Í ár var sú breyting gerð að opna mótið almenningi eftir hádegi. Talið er að um 500 manns hafi sótt Matarmótið í ár.

Þá var það nýbreytni að framleiðendum annars varnings en matvæla, en þó úr austfirskum hráefnum, var boðið að taka þátt. Sömuleiðis var opnað á að fólk, sem væri komið af stað í vöruþróun en ekki enn með öll tilskilin leyfi til sölu matvælanna, gæti á Matarmótinu boðið gestum og gangandi upp á smakk. Þannig er smám saman verið að opna mótið fleirum. Valborg segir hafa verið ánægjulegt að sjá fólk úr flestum byggðakjörnum fjórðungsins og heyra mörg tala um hversu hissa þau væru að sjá allan þennan fjölda af matvælaframleiðendum og ekki síður fjölbreytileikann í framleiðslunni.

„Við erum strax farin að huga að næsta Matarmóti og hlökkum til að þróa þennan viðburð áfram og auka sýnileika Austurlands sem fjórðungs sem er í fararbroddi þegar kemur að nýtingu á landsins gæðum, samstarfi og sýnileika austfirskra framleiðenda úr austfirsku hráefni,“ segir hún.

Í lok dags var haldinn aðalfundur Austfirskra krása þar sem m.a. var fjallað um hugmyndir nýrrar stjórnar að nýju hlutverki félagsins og nýju nafni og mun hvort tveggja vera í vinnslu.

Skylt efni: Matarmót Austurlands

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...

Ræktunarland verður kortlagt
Fréttaskýring 8. desember 2023

Ræktunarland verður kortlagt

Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga um nýja landsskipulagsstefnu til 15 á...

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls
Fréttaskýring 17. nóvember 2023

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls

Hugtakið „fæðuöryggi“ hefur verið mikið til umræðu undanfarin misseri. Ef litið ...

Ágreiningur um áhrif veiða
Fréttaskýring 11. nóvember 2023

Ágreiningur um áhrif veiða

Samkeppni um rými og auðlindir geta valdið misklíð milli manna og dýra. Í tilfel...