Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Vilja bæta álit á roði
Í deiglunni 10. júlí 2023

Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Vilja bæta álit á roði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

„Við gerum snakk úr roði sem við fáum ferskt frá Brim, sem við erum í góðu samstarfi við,“ segir Jóhann Tómas Portal hjá Roðsnakki.

Félagarnir kynna roðsnakk í Sjávarklasanum

Þeir þurrka og léttsteikja roðið samdægurs og gera úr því stökkar flögur. Eina viðbætta innihaldsefnið er salt. Jóhann og félagar hans hjá Roðsnakki eru nemendur við Tækniskólann. Þeir tóku þátt í keppninni Ungir frumkvöðlar. Þar fengu þeir sérstök verðlaun fyrir frumlegasta sölubásinn, enda framsetningin mjög áhugaverð og skreytt með neti. „Það eru búin að vera mjög góð viðbrögð.Það finnst öllum þetta rosalega gott. Það hafa margir spurt hvort þeir geti fjárfest eða keypt einhvern part af fyrirtækinu, eða hvort þetta sé komið í búðir. Það er í mjög góðu ferli, en við erum með fundi planaða með stórum fyrirtækjum sem myndu geta útvegað okkur öll leyfi, þannig að við erum á góðri leið.

Þessi vara okkar lofar mjög góðu, en það vantar nýtt álit á fiskiroð. Það er oftast horft á þetta sem drasl,“ segir Jóhann. Nú er fiskiroð meðal annars nýtt í framleiðslu á gæludýrafóðri, en þeirra markmið er að gera úr því vöru sem nær til alls almennings. Jóhann vonast til að geta byrjað að selja roðsnakkið í verslunum í lok sumars.

Fríverslunarsamningur EFTA við Mercosur
Fréttaskýring 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur EFTA við Mercosur

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) skrifuðu 16. september síðastliðinn undir fríve...

Vindurinn fái farveg
Fréttaskýring 23. janúar 2026

Vindurinn fái farveg

Enn ríkir óvissa um hlut vindorku í orkuframboði vegna lagaumhverfis og kærumála...

Óvissa og áskoranir í þróun orkumála
Fréttaskýring 19. desember 2025

Óvissa og áskoranir í þróun orkumála

Samkvæmt nýútgefinni Orkuspá fyrir Ísland eru umtalsverðar áskoranir og mikil óv...

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...