Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Þórhallur Guðmundsson hjá Primex.
Þórhallur Guðmundsson hjá Primex.
Í deiglunni 11. júlí 2023

Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Heilsuvörur úr rækjuskel

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Siglfirska fyrirtækið Primex framleiðir húðkrem og bætiefni undir nafninu Chito Care. Virka efnið er kítósan fjölsykra sem fengin er úr rækjuskel.

Meðal þeirra vara sem ChitoCare selur eru húðkrem, sápur, sáragel og fæðubótarefni sem bæta heilbrigði húðar, hárs og nagla. Einnig framleiða þau fæðubótarefni undir nafninu Libosan sem bætir þarmaflóruna.

Rækjurnar sem gefa af sér skelina eru úr stofni sem veiðist fyrir norðan land. Þórhallur Guðmundsson hjá Primex segir þann stofn hafa þá sérstöðu að kítósan fjölliðurnar eru lengri en í öðrum stofnum, sem þýðir meiri gæði. Vörurnar eru framleiddar á Siglufirði, Grenivík og í Þýskalandi.

Í stað plásturs

Þórhallur segir sáragelið hafa mjög mikla virkni. Það slær til að mynda á bruna, frá sól eða öðru. Einnig nefnir hann einstakling sem var með krónískt sykursýkissár og tók þátt í rannsókn erlendis.

Sárið var búið að vera opið í níu ár og engin meðferð var búin að virka. Þegar hann byrjaði að nota sáragelið frá ChitoCare lokaðist sárið á nokkrum vikum. Þórhallur bætir við að sáragelið geti í mörgum tilfellum komið í staðinn fyrir plástur.

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...