Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Þórhallur Guðmundsson hjá Primex.
Þórhallur Guðmundsson hjá Primex.
Í deiglunni 11. júlí 2023

Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Heilsuvörur úr rækjuskel

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Siglfirska fyrirtækið Primex framleiðir húðkrem og bætiefni undir nafninu Chito Care. Virka efnið er kítósan fjölsykra sem fengin er úr rækjuskel.

Meðal þeirra vara sem ChitoCare selur eru húðkrem, sápur, sáragel og fæðubótarefni sem bæta heilbrigði húðar, hárs og nagla. Einnig framleiða þau fæðubótarefni undir nafninu Libosan sem bætir þarmaflóruna.

Rækjurnar sem gefa af sér skelina eru úr stofni sem veiðist fyrir norðan land. Þórhallur Guðmundsson hjá Primex segir þann stofn hafa þá sérstöðu að kítósan fjölliðurnar eru lengri en í öðrum stofnum, sem þýðir meiri gæði. Vörurnar eru framleiddar á Siglufirði, Grenivík og í Þýskalandi.

Í stað plásturs

Þórhallur segir sáragelið hafa mjög mikla virkni. Það slær til að mynda á bruna, frá sól eða öðru. Einnig nefnir hann einstakling sem var með krónískt sykursýkissár og tók þátt í rannsókn erlendis.

Sárið var búið að vera opið í níu ár og engin meðferð var búin að virka. Þegar hann byrjaði að nota sáragelið frá ChitoCare lokaðist sárið á nokkrum vikum. Þórhallur bætir við að sáragelið geti í mörgum tilfellum komið í staðinn fyrir plástur.

Í sókn eftir erfiðleika
Fréttaskýring 8. september 2023

Í sókn eftir erfiðleika

Kornrækt virðist vera í sókn á nýjan leik og hefur ákvörðun stjórnvalda að setja...

Örplast í öll mál
Fréttaskýring 25. ágúst 2023

Örplast í öll mál

Örplast er sívaxandi vandamál í veröldinni. Það berst upp alla líf- og fæðukeðju...

Deilt um framtíð lausagöngu
Fréttaskýring 27. júlí 2023

Deilt um framtíð lausagöngu

Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um lausagöngu sauðfjár, eftir álit u...

Miklar breytingar í vændum
Fréttaskýring 14. júlí 2023

Miklar breytingar í vændum

Er miklu meiri skógrækt á Íslandi mál málanna? Eða er of hratt farið? Skógrækt t...

Letjandi skipulag
Fréttaskýring 6. júlí 2023

Letjandi skipulag

Einn helsti ásteytingarsteinn í íslenskri skógrækt er skipulagsmál.

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða
Fréttaskýring 30. júní 2023

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða

Blágrænir innviðir gætu létt á fráveitukerfum og búið til áhugavert grænt þéttbý...

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum

Ólafur Gestur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann lærði ja...

Áhrif beitar: Hófleg beit getur styrkt graslendi
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Hófleg beit getur styrkt graslendi

Anna Guðrún Þórhallsdóttir er prófessor við Háskólann á Hólum. Hún lærði úthagaf...