Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Framleiðsla skógarplantna í bígerð
Í deiglunni 28. september 2023

Framleiðsla skógarplantna í bígerð

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Verkefnið Skógarplöntur hefur verið í undirbúningi síðustu misseri en til stendur að reisa nýja gróðrarstöð fyrir framleiðslu á skógarplöntum að Laugarbakka í Miðfirði.

Að verkefninu standa meðal annars Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, SSNV og Hafberg Þórisson, eigandi að gróðurstöðinni Lambhaga.

Miðar verkefnið að því að framleiða trjáplöntur til gróðursetningar og að framleiðslan verði um 15 milljónir plantna árlega. Eins og staðan er núna er landsvæði tiltækt, hönnunarvinna komin af stað og áætlað er að stöðin verði búin nýjustu tækni sem tryggi jafnari framleiðslu og minni afföll. Kemur fram á vefsíðu Kaupfélags VH að gert sé ráð fyrir að stöðin muni byggja á mikilli sjálfvirkni sem er þáttur í því að allar plöntur fái sama magn af vatni, næringarefnum og ljósi – verði þannig svipaðar að stærð og jafntilbúnar að takast á við lífið eftir gróðursetningu.

Umtalsverð atvinna áætluð

Með byggingu gróðurstöðvarinnar er gert ráð fyrir að verði um umtals- verða atvinnu að ræða í boði, sem er afar mikilvægur hluti verkefnisins. Þó gerir sjálfvirknin það að verkum að erfiðustu störfin á gróðurstöðinni verða unnin með vélum en ekki fólki. Segir Magnús Barðdal frá SSNV að ætlunin sé að skógarplöntustöðin verði eins fullkomin og völ er á. Unnið er með sænskum framleiðendum sem nú eru að vinna ákveðna grunnvinnu varðandi uppsetningu á tækjum, húsum og útisvæði. „Gert er ráð fyrir að í fyrsta fasa verði framleiðslugeta uppá 5 milljón plöntur á ári,“ segir Magnús, „en allir innviðir og tæki munu geta annað endanlegri stærð sem er um 15 milljónir plantna á ári. Gróðurhúsin verði byggð í áföngum, fyrst hús sem framleiðir 5 milljónir plantna, svo bætum við næsta húsi við og framleiðum þá 10 milljónir og endum svo á þriðja húsinu sem kemur framleiðslunni upp í 15 milljón plöntur árlega. Í dag er ársframleiðslan hér á landi um 6–7 milljón plöntur.“

Aukin framleiðsla á skógarplöntum æskileg

Segir Magnús Skógræktina enda hafa talað fyrir mikilvægi þess að auka framleiðslu á skógarplöntum. „Þróunin hefur verið sú að fleiri stærri einkaaðilar eru að koma inn í skógrækt til kolefnisjöfnunar. M.a. útgerðarfélög, olíufélög og svo félög sem hafa þann eina tilgang að framleiða kolefniseiningar, eins og t.d. Yggdrasil Carbon. Það má því segja að framleiðslan okkar muni dreifast á alla þá aðila sem eru í skógrækt, bæði einkaaðila og Skógrækt ríkisins. Við höfum gert samkomulag við stóra kaupendur sem bíða eftir að verkefnið verði að veruleika enda gríðarlegur skortur á plöntum.“

Samkvæmt upplýsingum af fyrrgreindri vefsíðu KVH hefur rekstraráætlun verið unnin fyrir gróðurstöð með framleiðslugetu upp á 15 milljónir plantna árlega. Voru niðurstöður þær að góður grundvöllur sé til rekstrar slíkrar stöðvar og að fjárfestar ættu að fá til baka fjárfestingu sína áður en langt verður um liðið. Byggir rekstraráætlunin að mestu á rekstrarreikningum fyrirtækja sem eru nú þegar í framleiðslu á skógarplöntum á Íslandi að viðbættum upplýsingum frá sænska fyrirtækinu BCC, sem sérhæfir sig í hönnun gróðurstöðva og framleiðslu tæknibúnaðar fyrir slíkar stöðvar.

Fjármagn til næstu skrefa

Nýverið fékk verkefnið Skógarplöntur milljón króna styrk frá Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra, annað tveggja en að auki var verkefnið kynnt fjárfestum á Fjárfestahátíð Norðuráttar á Siglufirði sem haldin er í marsmánuði ár hvert. Er hátíðin lokaður viðburður, ætlaður til þess að auka fjárfestingatækifæri á landsbyggðinni, og þótti kynning Skógarplantna ganga vonum framar

Ákveðið hefur verið að stofna einkahlutafélag um verkefnið, en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við uppbyggingu stöðvarinnar verði um eða yfir 3 milljarða króna.

Skylt efni: Skogarplöntur

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...