Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í deiglunni 18. apríl 2023

Byggja nýtt íþróttahús í Hvalfjarðarsveit

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að nýtt íþróttahús verði byggt í sveitarfélaginu.

Núverandi íþróttamiðstöð, Heiðarborg, var byggt árið 1968 og er tæpir 530 fm auk 257 fm sundlaugarhúss. Nýja húsnæðið verður fjölnota íþróttahús ásamt stoðrýmum, s.s. búningsklefum og annarri aðstöðu, við Heiðarborg. Húsið verður með keppnissal, löglegum körfuboltavelli, blak- og badmintonvöllum auk þess sem unnt verður að spila hand- og fótbolta þar ásamt fjölda annarra íþrótta. Í húsinu verða áhorfendabekkir, skiptitjald, kaðlabrautir og keppnisklukka. Umgjörð hússins og salurinn er jafnframt hannaður til viðburða og veisluhalda. „Með ört stækkandi samfélagi er kominn tími á byggingu stærra íþróttahúss sem tekið getur á móti fjölbreyttara íþrótta- og tómstundastarfi, auk þess að standast kröfur samtímans hvað varðar alla aðstöðu og aðbúnað. Nýja húsið verður 1.834 fm að stærð og byggt við núverandi íþróttamiðstöð sem er staðsett við grunnskólann Heiðarskóla við Leirá,“ segir Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar.

Linda segir að útboð vegna hússins verði fljótlega auglýst. Framkvæmdir muni hefjast fljótlega eftir undirritun verksamnings og verklok eru áætluð 1. ágúst 2024.

„Nýja húsið verður eins og gefur að skilja bylting, ekki bara fyrir íþróttakennslu skólans heldur einnig alla möguleika til aukins íþrótta- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu enda um að ræða 1.050 fermetra stækkun frá núverandi íþróttahúsi og sundlaug. Stækkun íþróttasalarins eru 737 fermetrar frá núverandi sal þannig að aðstöðumunurinn verður mikill. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur að fá nýtt og vel útfært mannvirki sem mun nýtast vel og uppfylla þarfir sveitarfélagsins og íbúa þess til næstu áratuga, hvort sem er fyrir skóla-, íþrótta-, tómstunda-, félags- eða samkomustarf. Vonandi munu sem flestir nýta sér aðstöðuna þegar til kemur, hvort sem það eru íbúar, gestir, íþróttafélög, félagasamtök eða aðrir sem á þurfa að halda,“ bætir Linda við.

Heildarkostnaður við nýja húsið er áætlaður 1,2 milljarðar króna og er þá innifalin jarðvinna, ytri og innri frágangur, lóðagerð og búnaður.

Skylt efni: hvalfjarðarsveit

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...