Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ef tillögur frumvarpsins ná fram að ganga mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 í 82 kr./kg.
Ef tillögur frumvarpsins ná fram að ganga mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 í 82 kr./kg.
Mynd / ghp
Fréttir 26. október 2022

Hyggjast hækka gjöld á umbúðir og heyrúlluplast

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hækkun gjalda á umbúðir og heyrúlluplast, sem lagðar er til í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra, gæti þýtt mörg hundruð þúsund króna hækkun framleiðslukostnaðar fyrir bændur og matvælaframleiðendur.

Í frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023 er m.a. gert ráð fyrir hækkun gjalda á umbúðir og heyrúlluplasti.

Lögð er til ný gjaldtaka á umbúðir úr málmi 25 kr./kg. og umbúðir gerðar úr viði 10 kr./kg. Auk þess sem lögð er til tvöföldun og hátt í þreföldun á úrvinnslugjaldi á umbúðir gerðar úr pappa og plasti. Þannig fer úrvinnslugjald á pappaumbúðir úr 22 kr./kg. í 42 kr./ kg. og úrvinnslugjald á plastumbúðir fer úr 30 kr./kg. í 82 kr./kg.

Í umsögn sinni við frumvarpið bendir Hilmar Vilberg Gylfason, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, á að slík hækkun muni hafa umtalsverð áhrif á framleiðslukostnað innlendra matvælaframleiðenda.

Í frumvarpinu er enn fremur lagt til að úrvinnslugjald á heyrúlluplast hækki úr 30 kr./kg í 82 kr./kg en gegn því leggjast Bændasamtökin.

„Ólíklegt verður að telja að birgjar geti tekið slíka hækkun af framlegð vörunnar til að halda útsöluverði heyrúlluplasts til bænda óbreyttu. Færist öll hækkunin á útsöluverð má gera ráð fyrir að, sem dæmi, meðal kúabú þurfi að greiða á bilinu 150-200.000 kr. meira fyrir heyrúlluplast vegna fóðuröflunar á árinu 2023.“

Skjóti það skökku við þar sem ríkisstjórnin hafi á þessu ári brugðist við neyðarástandi í landbúnaði vegna hækkunar aðfanga í formi bæði áburðargreiðslna og spretthópsgreiðslna til bænda til að mæta auknum útgjöldum.

„Þá hefur ríkisstjórnin skýr markmið um að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar m.a. með öflugri innlendri landbúnaðarframleiðslu en slíkum markmiðum verður ekki náð með gjaldtöku á við þá sem hér er boðuð,“ segir í umsögn Bændasamtaka Íslands.

Skylt efni: rúlluplast

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...