Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ef tillögur frumvarpsins ná fram að ganga mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 í 82 kr./kg.
Ef tillögur frumvarpsins ná fram að ganga mun úrvinnslugjald á heyrúlluplasti hækka úr 30 í 82 kr./kg.
Mynd / ghp
Fréttir 26. október 2022

Hyggjast hækka gjöld á umbúðir og heyrúlluplast

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hækkun gjalda á umbúðir og heyrúlluplast, sem lagðar er til í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra, gæti þýtt mörg hundruð þúsund króna hækkun framleiðslukostnaðar fyrir bændur og matvælaframleiðendur.

Í frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023 er m.a. gert ráð fyrir hækkun gjalda á umbúðir og heyrúlluplasti.

Lögð er til ný gjaldtaka á umbúðir úr málmi 25 kr./kg. og umbúðir gerðar úr viði 10 kr./kg. Auk þess sem lögð er til tvöföldun og hátt í þreföldun á úrvinnslugjaldi á umbúðir gerðar úr pappa og plasti. Þannig fer úrvinnslugjald á pappaumbúðir úr 22 kr./kg. í 42 kr./ kg. og úrvinnslugjald á plastumbúðir fer úr 30 kr./kg. í 82 kr./kg.

Í umsögn sinni við frumvarpið bendir Hilmar Vilberg Gylfason, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, á að slík hækkun muni hafa umtalsverð áhrif á framleiðslukostnað innlendra matvælaframleiðenda.

Í frumvarpinu er enn fremur lagt til að úrvinnslugjald á heyrúlluplast hækki úr 30 kr./kg í 82 kr./kg en gegn því leggjast Bændasamtökin.

„Ólíklegt verður að telja að birgjar geti tekið slíka hækkun af framlegð vörunnar til að halda útsöluverði heyrúlluplasts til bænda óbreyttu. Færist öll hækkunin á útsöluverð má gera ráð fyrir að, sem dæmi, meðal kúabú þurfi að greiða á bilinu 150-200.000 kr. meira fyrir heyrúlluplast vegna fóðuröflunar á árinu 2023.“

Skjóti það skökku við þar sem ríkisstjórnin hafi á þessu ári brugðist við neyðarástandi í landbúnaði vegna hækkunar aðfanga í formi bæði áburðargreiðslna og spretthópsgreiðslna til bænda til að mæta auknum útgjöldum.

„Þá hefur ríkisstjórnin skýr markmið um að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar m.a. með öflugri innlendri landbúnaðarframleiðslu en slíkum markmiðum verður ekki náð með gjaldtöku á við þá sem hér er boðuð,“ segir í umsögn Bændasamtaka Íslands.

Skylt efni: rúlluplast

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...