Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Verðlaunahafar í tölti T2 ungmennaflokki.
Verðlaunahafar í tölti T2 ungmennaflokki.
Mynd / Léttir / Bjarney Anna
Fréttir 7. júní 2017

Hver viðburðurinn á fætur öðrum hjá Létti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það hefur verið mikið um að vera hjá Hestamannafélaginu Létti á Akureyri undanfarið, Vormóti nýlokið, mótaröð æskunnar sömuleiðis og áður hafði félagið efnt til tveggja stórskemmtilegra viðburða, Bellutölts og Norðlensku hestaveislunnar.
 
Mótaröð æskunnar er stigakeppni eins og í eldri mótaröðunum og þar var hart barist til síðasta spretts. Leikar fóru svo að nafnarnir Egill Már Vignisson og Egill Már Þórsson höfðu sigur úr býtum í sínum flokkum og Auður Karen Auðbjörnsdóttir fór með sigur af hólmi í barnaflokki. 
 
Hestaveisla
 
Norðlenska hestaveislan er heilmikill viðburður, stóð yfir frá föstudegi til sunnudagsmorguns og hófst með sýnikennslu Huldu Gústafsdóttur á Hnokkasyninum Val frá Árbakka. Um kvöldið fór fram viðburðurinn Fákar og fjör, fjölbreytt og skemmtileg sýning þar sem m.a. Bjarki Fannar Brynjuson úr hestamannafélaginu Hring á Dalvík var útnefndur Bjartasta vonin. 
 
Um 80 manns tóku þátt í ferðalagi um héraðið sem hófst í Líflandi, þaðan lá leiðin í Ferðaþjónustuna Skjaldarvík og að því búnu litið við í hesthúsinu á Skriðu og síðan í Garðshorn. Þar sýndu ábúendur, Birna og Agnar, hinn feykifallega Adrían frá Garðshorni sem þau ræktuðu undan Eldingu frá Lambanesi þar sem þau bjuggu áður. 
 
Um kvöldið var hin margrómaða Stóðhesta­veisla sem hrossarækt.is stendur jafnan fyrir, en á hverju ári styrkir félagið gott málefni, að þessu sinni Umhyggju – félag langveikra barna. Kvöldið var vel heppnað, mikil fjölbreytni í þeim hestum sem sýndir voru.
Bellutöltið
 
Hið árlega Bellutölt var einnig haldið fyrir skömmu og óhætt að segja að keppnisandinn hafi verið í góðu lagi og baráttan mikil. Alls skráðu 45 glæsilegar meyjar sig til leiks. Háar tölur fóru ótt og títt á loft og oftast var það sex og yfir enda tilefnið ærið. Búningarnir voru líka hverjum öðrum glæsilegri enda kúrekaþema mótsins í ár og margar báru byssur í streng í keppninni.

9 myndir:

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...