Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verðlaunahafar í tölti T2 ungmennaflokki.
Verðlaunahafar í tölti T2 ungmennaflokki.
Mynd / Léttir / Bjarney Anna
Hross og hestamennska 7. júní 2017

Hver viðburðurinn á fætur öðrum hjá Létti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það hefur verið mikið um að vera hjá Hestamannafélaginu Létti á Akureyri undanfarið, Vormóti nýlokið, mótaröð æskunnar sömuleiðis og áður hafði félagið efnt til tveggja stórskemmtilegra viðburða, Bellutölts og Norðlensku hestaveislunnar.
 
Mótaröð æskunnar er stigakeppni eins og í eldri mótaröðunum og þar var hart barist til síðasta spretts. Leikar fóru svo að nafnarnir Egill Már Vignisson og Egill Már Þórsson höfðu sigur úr býtum í sínum flokkum og Auður Karen Auðbjörnsdóttir fór með sigur af hólmi í barnaflokki. 
 
Hestaveisla
 
Norðlenska hestaveislan er heilmikill viðburður, stóð yfir frá föstudegi til sunnudagsmorguns og hófst með sýnikennslu Huldu Gústafsdóttur á Hnokkasyninum Val frá Árbakka. Um kvöldið fór fram viðburðurinn Fákar og fjör, fjölbreytt og skemmtileg sýning þar sem m.a. Bjarki Fannar Brynjuson úr hestamannafélaginu Hring á Dalvík var útnefndur Bjartasta vonin. 
 
Um 80 manns tóku þátt í ferðalagi um héraðið sem hófst í Líflandi, þaðan lá leiðin í Ferðaþjónustuna Skjaldarvík og að því búnu litið við í hesthúsinu á Skriðu og síðan í Garðshorn. Þar sýndu ábúendur, Birna og Agnar, hinn feykifallega Adrían frá Garðshorni sem þau ræktuðu undan Eldingu frá Lambanesi þar sem þau bjuggu áður. 
 
Um kvöldið var hin margrómaða Stóðhesta­veisla sem hrossarækt.is stendur jafnan fyrir, en á hverju ári styrkir félagið gott málefni, að þessu sinni Umhyggju – félag langveikra barna. Kvöldið var vel heppnað, mikil fjölbreytni í þeim hestum sem sýndir voru.
Bellutöltið
 
Hið árlega Bellutölt var einnig haldið fyrir skömmu og óhætt að segja að keppnisandinn hafi verið í góðu lagi og baráttan mikil. Alls skráðu 45 glæsilegar meyjar sig til leiks. Háar tölur fóru ótt og títt á loft og oftast var það sex og yfir enda tilefnið ærið. Búningarnir voru líka hverjum öðrum glæsilegri enda kúrekaþema mótsins í ár og margar báru byssur í streng í keppninni.

9 myndir:

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...