Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Spóinn er fallegur fugl, en komst ekki á lista yfir þá 20 fugla sem keppa um titilinn Fugl ársins 2021.
Spóinn er fallegur fugl, en komst ekki á lista yfir þá 20 fugla sem keppa um titilinn Fugl ársins 2021.
Mynd / smh
Fréttir 13. apríl 2021

Hver verður Fugl ársins 2021?

Höfundur: smh

Fuglavernd stendur um þessar mundir fyrir vali á Fugli ársins 2021 inni á vef sínum. Þar gefst fólki færi á að velja sína eftirlætisfugla; allt að fimm fuglum sem er raðað í forgangsröð. Kosningin stendur til 18. apríl en úrslitin í kosningunni um fugl ársins verða tilkynnt á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl.

Hverjum þykir sinn fugl fagur

Í tilkynningu Fuglaverndar kemur fram að unnið hafi verið úr þeim fjölmörgu tillögum sem bárust frá almenningi og valdir hafa verið 20 fuglar sem munu keppa um titilinn. „Fuglar eru hluti af daglegu lífi fólks, flestir eiga sinn uppáhalds fugl og hverjum þykir sinn fugl fagur.

Í vetur hafa staðfuglar og vetrargestir glatt okkur með nærveru sinni en nú nálgast vorið og farfuglarnir fara að tínast til okkar á eyjunni fögru. Fuglavernd ætlar að fagna vorkomunni með kosningu á Fugli ársins 2021 og verða úrslitin kynnt á sumardaginn fyrsta.

Keppnin er haldin á vegum Fuglaverndar og er tilgangur hennar að vekja athygli á málefnum fugla í gamni og alvöru. Stefnt er að því að hún verði árviss viðburður,“ segir í tilkynningunni.

Fuglarnir tuttugu sem hægt er að velja um eru hér að neðan. Eins og sjá má vantar enn kosningastjóra fyrir rjúpu, stara og svartþröst.

Fugl

Kosningastjórar

Auðnutittlingur (Carduelis flammea)

Kosningastjóri: Guðni Sighvatsson
Tíst auðnutittlings
Auðnutittlingurinn á Instagram

Grágæs
(Anser anser)

Kosningastjóri: Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson
Tíst grágæsar 
Grágæsin á Instagram
Grágæsin á Facebook
#gragaesin

Haförn
(Haliaeetus albicilla) 

Kosningastjóri: Ragna Gestsdóttir

Heiðlóa
(Pluvialis apricaria)

Kosningastjóri: Guðrún Jónsdóttir
 #Heiðlóan

Himbrimi
(Gavia immer)

Kosningastjóri: Eyþór Ingi Jónsson
Vefsíða himbrimans
Eyþór og himbrimi á Instagram

Hrafn
(Corvus corax)

Kosningastjóri: Hrefna Huld Helgadóttir

#hrafn.inn

Hrossagaukur (Gallinago gallinago)

Kosningastjóri: Sigurjón Einarsson

Jaðrakan
(Limosa limosa)

Kosningastjóri: Steingerður Steinarsdóttir

Kría
(Sterna paradisea)

Kosningastjóri: Jóhanna Benediktsdóttir

Lundi
(Fratercula arctica)

Kosningastjóri: Sunna Dís Kristjánsdóttir með dyggri aðstoð 4. bekks Engidalsskóla
Lundinn á Facebook

Maríuerla
(Motacilla alba)

Kosningastjóri: Hulda Signý Gylfadóttir með dyggri aðstoð 4. bekks Landakotsskóla

Músarrindill (Troglodytes troglodytes)

Kosningastjóri: Snorri Valsson

Óðinshani (Phalaropus lobatus)

Kosningastjóri: Fannar Sigurðsson

Rjúpa
(Lagopus muta)

Rjúpa er ekki komin með kosningastjóra. Sækja um.

Sendlingur
(Calidris maritima)

Kosningastjóri: Þórir Þórisson

Sílamáfur
(Larus fuscus)

Kosningastjóri: Bjarki Sigurðsson

Skógarþröstur
(Turdus iliacus)

Kosningastjóri: Halldór Bergmann

Snjótittlingur/sólskríkja (Plectrophenax nivalis)

Kosningastjóri: Ísak Hugi Einarsson

Stari
(Carduelis flammea)

Stari er ekki kominn með kosningastjóra. Sækja um.

Svartþröstur
(Turdus merula)

Svartþröstur er ekki kominn með kosningastjóra. Sækja um.

Að sögn Guðrúnar Láru Pálmadóttur hjá Fuglavernd hófst leitin að Fugli ársins í mars þegar óskað var eftir tilnefningum frá almenningi um 20 fugla á framboðslistann. „Fólk var beðið að rökstyðja val sitt vel og voru þessir 20 fuglar valdir útfrá fjölda tilnefninga en ekki síður röksemdunum sem með þeim bárust.

Þannig komst til dæmis sendlingur inn á listann með mjög sterkri og góðri röksemdarfærslu þó hann fengi einungis eina tilnefningu. Það studdi líka fugla í að ná inn á frambjóðendalistann í ár að þeir væru komnir með kosningastjóra. Þannig var það til dæmis með grágæsina sem var fyrsti fuglinn í keppninni til að næla sér í talsmann. Þetta er í fyrsta skipti sem Fuglavernd stendur fyrir kosningu á Fugli ársins en stefnir að því að þetta verði árviss viðburður enda er Fuglavernd í skýjunum yfir viðbrögðum landsmanna og þátttökunni.“

Farfuglarnir óðum að tínast til landsins

Hún segir farfuglana vera óðum að tínast til landsins og einhverjir löngu komnir. Tjaldur sást til dæmis í Kjósinni 18. febrúar, kominn frá Bretlandseyjum. Mikið fór svo að gerast fyrir mánaðarmótin og sást fyrsta lóan á Stokkseyri 28. mars. Meðal annarra sem fóru  að sýna sig fyrir mánaðarmót eru skógarþrestir, álftir, heiðagæsir, grágæsir, rauðhöfðaendur, brandendur og fyrstu skúmarnir. Síðan hefur fjölgað og meðal annars bæst við tegundir eins og hrossagaukur, jaðrakan, sandlóa, þúfutittlingur, kjói, sílamáfur og helsingi. Einnig má nefna fargesti eins og margæs, sanderlu og rauðbrysting. Svartfuglar eru sestir upp í björg á Vesturlandi og lundinn settist upp í Hafnarhólma á Borgarfirði eystri 11. apríl. Á næstu dögum má búast við fleiri öndum, maríuerlum, steindeplum, lóuþrælum spóum, branduglum og auðvitað kríunni.

Óðinshaninn kemur svo fyrri partinn í maí og þórshaninn síðastur jafnvel ekki fyrr en um mánaðarmótin maí júní,“ segir Guðrún Lára.


Á vefnum má finna frekari upplýsingar um keppendur, kosningakerfið og hlekk á kosningaeyðublað. Þar er einnig að finna upplýsingar um kosningastjóra fuglanna og hlekki á samfélagsmiðlasíðurnar sem þeir nota.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...