Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Húsnæðisuppbygging fram undan
Fréttir 5. júlí 2022

Húsnæðisuppbygging fram undan

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Einar Freyr Elínarson tekur við af Þorbjörgu Gísladóttur eftir sigur B-lista Framsóknar og óháðra í Mýrdalshrepp.

„Ég er ótrúlega spenntur fyrir starfinu og þakklátur fyrir stuðninginn sem við hlutum í kosningunum. Það eru mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að gera að aðalstarfi það sem maður virkilega brennur fyrir, sem er að byggja upp samfélagið. Mitt fyrsta verk sem sveitarstjóri verður að hefjast handa við undirbúning fjárhagsáætlunar næsta árs sem tekur mið af stefnumálum okkar. Við ætlum að ráðast í mikla húsnæðisuppbyggingu, uppbyggingu á skólasvæðinu og koma upp glæsilegri líkamsræktaraðstöðu. Það krefst þess að vandað sé til verka við áætlanagerð. Við ætlum að sjá til þess að ríkið standi við gefin loforð um uppbyggingu í heilbrigðisþjónustu og vinna að auknu samstarfi við ríkið um uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu.

Okkar helstu styrkleikar liggja í ótrúlegri náttúrufegurð, sem er ástæða þess að við fáum til okkar þennan mikla fjölda af ferðamönnum. Það væri þó ekki raunin ef við værum ekki svo heppin að hér býr dugmikið fólk sem hefur byggt upp glæsileg fyrirtæki og margir sem hyggja á enn meiri uppbyggingu.

Helstu áskoranirnar eru þær að gríðarleg fólksfjölgun hefur myndað mikinn þrýsting á húsnæðismarkaði. Erfitt er að finna íbúðarhúsnæði og nær ekkert framboð er af leiguhúsnæði á almennum markaði. Það jákvæða er þó það að margir sjá sér hag í því að byggja og ég er bjartsýnn á að við munum sjá markaðinn þróast í jákvæða átt á næstu árum. Mikil fjölgun hefur orðið í hópi erlendra íbúa sem margir hafa kosið að skjóta hér rótum. Við höfum unnið að því að virkja erlenda íbúa betur og ákváðum m.a. að setja á fót enskumælandi ráð á vegum sveitarfélagsins til þess að skoðanir allra íbúa fengju hljómgrunn,“ segir Einar Freyr.

Mýrdalshreppur er 755 ferkílómetrar að stærð, sem er fremur landlítið sveitarfélag, miðað við mörg önnur á Suðurlandinu að sögn Einars. Íbúar eru nú um 840 manns og því fer nærri að hann hafi tvöfaldast á 10 árum. Flestir starfa við ferðaþjónustu.

Skylt efni: nýjir sveitastjórar

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...