Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, (t.v.) og Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi jarðarinnar Hoffell 2, sem hefur nú selt Bláa lóninu hana til uppbyggingar á sviði ferðaþjónustu.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, (t.v.) og Þrúðmar Þrúðmarsson, eigandi jarðarinnar Hoffell 2, sem hefur nú selt Bláa lóninu hana til uppbyggingar á sviði ferðaþjónustu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 26. júní 2024

Hundrað ný störf í Hornafirði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Bláa lónið hefur fest kaup á jörðinni Hoffell 2 í Hornafirði og hyggst byggja þar upp baðstað og hótel.

„Ég gæti trúað að þetta yrðu um hundrað störf í upphafi og svo veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Þetta er allavega frábært verkefni, sem á eftir að verða mjög mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið og allt nærumhverfið,“ segir Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, aðspurður um fyrirhugaða uppbyggingu Bláa lónsins við Hoffell í Hornafirði.

Ætlunin er að byggja þar upp glæsilegan baðstað, veitingastað og fjölbreytta gistingu rétt við jökullónið. Hoffellsjökull er nyrstur þeirra jökla, sem ganga úr Breiðabungu á Vatnajökli, en hann er um tíu kílómetra langur.

Fulltrúar Bláa lónsins héldu nýlega fund með íbúum í Hornafirði til að kynna áform sín og var augljóst að heimamenn eru mjög spenntir fyrir verkefninu að sögn bæjarstjórans. „Þetta verður einstakt á heimsvísu, því get ég lofað miðað við það sem ég hef séð. Framtíðin er björt í Hornafirði,“ bætir Sigurjón kampakátur við.

Í Hoffelli er jarðhiti sem RARIK á áfram og nýtir til að kynda Hornafjörð.

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...