Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðrún Hafsteinsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir.
Fréttir 2. maí 2018

Hugum betur að markaðssetningu og sölu á matvöru til ferðamanna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, flutti erindi á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar sem haldinn var í Hlíðarbæ nýverið en hún ræddi sína framtíðarsýn á matvælaiðnað á Íslandi með hliðsjón af íslenskum bændum.
 
Erindi Guðrúnar vakti mikla athygli og var almenn ánægja með hennar framsögu. Eitt af því sem fram kom var að huga beri mun betur að markaðssetningu og sölu á matvöru til ferðamanna. Þeir séu að jafnaði 1 af hverjum 5 á landinu dag hvern. Erfitt sé að koma mikið meiri mat í þá sem hér búa, en góður möguleiki á að fá ferðamanninn til að borða meira af íslenskum mat. Ferðamenn nota að jafnaði 25% ráðstöfunarfjár síns í mat og verslun. 
 
Guðrún nefndi að flestir væru þeirrar gerðar að sækjast í það sem þeir þekktu fyrir og að því þyrftum við að huga. Matvælaframleiðendur þurfi að skilgreina hvernig á að tengjast kaupvilja ferðamanna og því sé mikilvægt að gera hér þekkt íslenskt auðkenni eða „brand“ upp á enska tungu.
 
Tækifæri og vaxtarmöguleikar
 
Ísland geti orðið þekkt sem matarkista norðursins, þar sem  hreinleiki vörunnar er grunnur, sýklalyf, hormónar og eiturefni eru hér á landi notuð í mun minna mæli en nánast alls staðar þar sem matur er framleiddur. 
 
Tækifæri og vaxtarmöguleikar eru gríðarlegir. Partur af því tengist matarmenningu og að því sé haldið á lofti sem einkennir hvert hérað eða svæði. Gæta verði jafnframt að því að ganga vel um landið og spilla ekki umhverfinu.
 
Eins og fyrr segir náði málflutningur Guðrúnar vel til fundarmanna, sem hún hvatti til dáða, og taldi bjart yfir landbúnaði þrátt fyrir ógnanir sem herja á eins og oft áður. 
Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...