Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Mikil bleyta liggur víða á ræktarlöndum á Norðurlandi.
Mikil bleyta liggur víða á ræktarlöndum á Norðurlandi.
Mynd / Rina Sommi
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhrif á garðyrkjubændur að seinkun verður á öllum venjulegum vorverkum, sem mun mögulega leiða til minni uppskeru í haust.

Jón Helgi Helgason á Þórustöðum í Eyjafirði er kartöflubóndi sem situr í stjórn deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands. „Það voraði seint á þessum svæðum, leiðinda kuldi og snjókoma var í apríl og hefur klaki í jörð verið töluvert vandamál. Hann byrjaði seint að fara úr jörð og mögulega enn ekki farinn á sumum svæðum,“ segir Jón Helgi. „Það hefur því kannski verið lán í óláni að margir bændur voru seinna á ferðinni með niðursetningu og útplöntun eða sáningu á grænmeti og hafði hretið í síðustu viku minni áhrif en ella. Hins vegar hefur þetta hret þau áhrif að öllu seinkar og veldur það seinkun á uppskeru og jafnvel minni uppskeru en vanalega.

Jörðin er enn mjög blaut og erfitt að komast um akrana en við vonum að það þorni á næstu dögum og þá verður hægt að ljúka við vorverkin,“ útskýrir Jón Helgi. „Ég hef ekki heyrt af frostskemmdum á kornökrum en mögulega getur öll þessi bleyta sem stendur uppi í pollum hafa drekkt einhverjum hluta af því.“

Skylt efni: Áhrif illviðris

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.