Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Mikil bleyta liggur víða á ræktarlöndum á Norðurlandi.
Mikil bleyta liggur víða á ræktarlöndum á Norðurlandi.
Mynd / Rina Sommi
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhrif á garðyrkjubændur að seinkun verður á öllum venjulegum vorverkum, sem mun mögulega leiða til minni uppskeru í haust.

Jón Helgi Helgason á Þórustöðum í Eyjafirði er kartöflubóndi sem situr í stjórn deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands. „Það voraði seint á þessum svæðum, leiðinda kuldi og snjókoma var í apríl og hefur klaki í jörð verið töluvert vandamál. Hann byrjaði seint að fara úr jörð og mögulega enn ekki farinn á sumum svæðum,“ segir Jón Helgi. „Það hefur því kannski verið lán í óláni að margir bændur voru seinna á ferðinni með niðursetningu og útplöntun eða sáningu á grænmeti og hafði hretið í síðustu viku minni áhrif en ella. Hins vegar hefur þetta hret þau áhrif að öllu seinkar og veldur það seinkun á uppskeru og jafnvel minni uppskeru en vanalega.

Jörðin er enn mjög blaut og erfitt að komast um akrana en við vonum að það þorni á næstu dögum og þá verður hægt að ljúka við vorverkin,“ útskýrir Jón Helgi. „Ég hef ekki heyrt af frostskemmdum á kornökrum en mögulega getur öll þessi bleyta sem stendur uppi í pollum hafa drekkt einhverjum hluta af því.“

Skylt efni: Áhrif illviðris

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...