Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Mikil bleyta liggur víða á ræktarlöndum á Norðurlandi.
Mikil bleyta liggur víða á ræktarlöndum á Norðurlandi.
Mynd / Rina Sommi
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhrif á garðyrkjubændur að seinkun verður á öllum venjulegum vorverkum, sem mun mögulega leiða til minni uppskeru í haust.

Jón Helgi Helgason á Þórustöðum í Eyjafirði er kartöflubóndi sem situr í stjórn deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands. „Það voraði seint á þessum svæðum, leiðinda kuldi og snjókoma var í apríl og hefur klaki í jörð verið töluvert vandamál. Hann byrjaði seint að fara úr jörð og mögulega enn ekki farinn á sumum svæðum,“ segir Jón Helgi. „Það hefur því kannski verið lán í óláni að margir bændur voru seinna á ferðinni með niðursetningu og útplöntun eða sáningu á grænmeti og hafði hretið í síðustu viku minni áhrif en ella. Hins vegar hefur þetta hret þau áhrif að öllu seinkar og veldur það seinkun á uppskeru og jafnvel minni uppskeru en vanalega.

Jörðin er enn mjög blaut og erfitt að komast um akrana en við vonum að það þorni á næstu dögum og þá verður hægt að ljúka við vorverkin,“ útskýrir Jón Helgi. „Ég hef ekki heyrt af frostskemmdum á kornökrum en mögulega getur öll þessi bleyta sem stendur uppi í pollum hafa drekkt einhverjum hluta af því.“

Skylt efni: Áhrif illviðris

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...