Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hlýindi, met og sögulegar hitatölur 2025
Mynd / Paolo Chiabrando
Fréttir 29. ágúst 2025

Hlýindi, met og sögulegar hitatölur 2025

Höfundur: Þröstur Helgason

Árið 2025 hefur þegar skráð sig í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta sem mælst hefur á Íslandi og ný met hafa verið sett bæði í einstökum mánuðum og á landsvísu.

Árið 2025 hefur hingað til einkennst af sögulegum hlýindum og nýjum hitametum, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Maí var sá hlýjasti frá upphafi mælinga með tíu daga hitabylgju og nýtt landsmet, 26,6°C á Egilsstaðaflugvelli.

Vorið var jafnframt það hlýjasta sem skráð hefur verið og júlí jafnaði metið frá 1933 sem hlýjasti júlí á landsvísu. Í ágúst mældist 29,8°C á Egilsstaðaflugvelli. Eldra metið, 29,4 stig á Hallormsstað, hafði staðið frá árinu 2021. Þetta er jafnframt hæsti hiti sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð á Íslandi og hæsti hiti sem skráður hefur verið í landinu frá árinu 1946, þegar hitinn fór í 30,0 stig á Hallormsstað. Fyrstu sjö mánuðir ársins í Stykkishólmi voru þeir hlýjustu í 180 ára sögu mælinga þar í bæ.

Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna á Veðurstofunni segir í grein um hlýindin að greining sem unnin var af alþjóðlegum vísindahópi (World Weather Attribution), með þátttöku Veðurstofu Íslands, sýnir að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert hitabylgjuna í maí allt að fjörutíu sinnum líklegri en ella og að hún hafi orðið að meðaltali um þrjár gráður heitari. „Áður voru slíkir atburðir svo sjaldgæfir að endurkomutíminn var talinn lengri en byggðarsaga Íslands nær yfir, en við núverandi loftslag er líklegt að svipuð hitabylgja geti átt sér stað að jafnaði einu sinni á hundrað ára fresti. Ef hnattræn hlýnun heldur áfram og nær 2,6°C á þessari öld er talið að atburðir sem þessir geti orðið að minnsta kosti tvöfalt algengari og að meðaltali enn heitari en nú.“

Helstu tíðindi:

Hlýjasti maí á landsvísu og á langflestum veðurstöðvum frá upphafi mælinga. 

  • Hlýjasta vor (apríl og maí) sem skráð hefur verið á landsvísu. 
  • Hlýjasti júlí á landsvísu frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. 
  • Nýtt landsmet í maí: 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli 15. maí. 
  • Nýtt landsmet í ágúst: 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli 16. ágúst. 
  • Hlýjustu fyrstu sjö mánuðir ársins í Stykkishólmi á 180 ára sögu mælinga.
Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...