Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hitastig djúpsjávar hækkar hraðar en spáð var
Fréttir 27. október 2020

Hitastig djúpsjávar hækkar hraðar en spáð var

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar í djúpsævi sýna að hitastig í dýpstu lögum sjávarins hækkar hraðar en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnun í hafi af þessu tagi leiðir til þess að sjór við hafsbotninn leitar upp og getur þannig haft áhrif á veðurfar jarðar.

Samkvæmt hitamælingum sem gerðar voru á ferns konar dýpi á bilinu 1.360 til 4.757 metra dýpi út af strönd Úrúgvæ á árunum 2009 til 2019 hefur hitastig hafsins á mæli­punktunum hækkað um 0,02 til 0,04° Celsíus.

Aðstandendur mælinganna segja að þrátt fyrir að hækkunin kunni að virðast lítil og minni en í efri lögum sjávar sé hún gríðarleg sé litið til þess hve hafið er stórt og að smálegar breytingar eins og þessar geti haft gríðarleg áhrif til lengri tíma.

Hafið tekur til sín um 90% af hækkun á hitastigi jarðar en þrátt fyrir að hafið tempri hitabreytingarnar valda þau útþenslu og aukinni hreyfingu sjávar. Auk þess sem hitabreytingar af þessu tagi geta haft áhrif á veðurfar til langs tíma, hafa þær einnig áhrif á lífríkið á hafsbotni og í neðstu lögum sjávar.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...