Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hitastig djúpsjávar hækkar hraðar en spáð var
Fréttir 27. október 2020

Hitastig djúpsjávar hækkar hraðar en spáð var

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar í djúpsævi sýna að hitastig í dýpstu lögum sjávarins hækkar hraðar en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnun í hafi af þessu tagi leiðir til þess að sjór við hafsbotninn leitar upp og getur þannig haft áhrif á veðurfar jarðar.

Samkvæmt hitamælingum sem gerðar voru á ferns konar dýpi á bilinu 1.360 til 4.757 metra dýpi út af strönd Úrúgvæ á árunum 2009 til 2019 hefur hitastig hafsins á mæli­punktunum hækkað um 0,02 til 0,04° Celsíus.

Aðstandendur mælinganna segja að þrátt fyrir að hækkunin kunni að virðast lítil og minni en í efri lögum sjávar sé hún gríðarleg sé litið til þess hve hafið er stórt og að smálegar breytingar eins og þessar geti haft gríðarleg áhrif til lengri tíma.

Hafið tekur til sín um 90% af hækkun á hitastigi jarðar en þrátt fyrir að hafið tempri hitabreytingarnar valda þau útþenslu og aukinni hreyfingu sjávar. Auk þess sem hitabreytingar af þessu tagi geta haft áhrif á veðurfar til langs tíma, hafa þær einnig áhrif á lífríkið á hafsbotni og í neðstu lögum sjávar.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...