Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Páll með eitt af lömbunum sem hafa komið í heiminn hjá honum í vor.
Páll með eitt af lömbunum sem hafa komið í heiminn hjá honum í vor.
Mynd / MHH
Fréttir 8. júní 2015

Heimti þrjár ær og tvo hrúta eftir tveggja ára útigang

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það er í rauninni ótrúlegt að kindurnar séu lifandi, þrjár ær og tveir hrútar, sem ég hef ekki séð í tvö ár, hafa verið á útigangi á Grafningsafrétti allan þennan tíma, ég trúi þessu varla. 
 
Skepnurnar voru horaðar og illa haldnar þegar ég fékk þær frá Villingavatni í Grafningi en þær eru allar að koma til og munu jafna sig smátt og smátt,“ segir Páll Þorláksson, sauðfjárbóndi á Sandhóli í Ölfusi, sem fékk féð nýlega heim til sín. Páll furðar sig á hvernig kindurnar hafi getað verið svona lengi á afréttinum án þess að nokkur hafi orðið þeirra var og þrátt fyrir að þar sé smalað reglulega.
 
„Ég botna bara ekkert í þessu, þetta er mál sem þarf að taka á og fá skýringar á, þetta má ekki gerast,“ bætir Páll við. Hann vill að björgunarsveitir á viðkomandi stöðum sjái um smölun á afréttum þar sem hugsanlegur útigangur er. „Já, það er eina vitið, sveitirnar hafa öll tæki og tól og eru heppilegar í svona verkefni en að sjálfsögðu þarf viðkomandi sveitarfélag að borga fyrir vinnuna,“ segir Páll. Hann vill nota tækifærið og þakka Dýralæknaþjónustunni á Stuðlum í Ölfusi fyrir veitta aðstoð en þar eru alltaf allir boðnir og búnir til að hjálpa honum ef eitthvað er að með féð. Páll er með á þriðja hundrað fjár en sjálfur verður hann áttræður á næsta ári. 

2 myndir:

Skylt efni: útigangur

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...