Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Páll með eitt af lömbunum sem hafa komið í heiminn hjá honum í vor.
Páll með eitt af lömbunum sem hafa komið í heiminn hjá honum í vor.
Mynd / MHH
Fréttir 8. júní 2015

Heimti þrjár ær og tvo hrúta eftir tveggja ára útigang

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það er í rauninni ótrúlegt að kindurnar séu lifandi, þrjár ær og tveir hrútar, sem ég hef ekki séð í tvö ár, hafa verið á útigangi á Grafningsafrétti allan þennan tíma, ég trúi þessu varla. 
 
Skepnurnar voru horaðar og illa haldnar þegar ég fékk þær frá Villingavatni í Grafningi en þær eru allar að koma til og munu jafna sig smátt og smátt,“ segir Páll Þorláksson, sauðfjárbóndi á Sandhóli í Ölfusi, sem fékk féð nýlega heim til sín. Páll furðar sig á hvernig kindurnar hafi getað verið svona lengi á afréttinum án þess að nokkur hafi orðið þeirra var og þrátt fyrir að þar sé smalað reglulega.
 
„Ég botna bara ekkert í þessu, þetta er mál sem þarf að taka á og fá skýringar á, þetta má ekki gerast,“ bætir Páll við. Hann vill að björgunarsveitir á viðkomandi stöðum sjái um smölun á afréttum þar sem hugsanlegur útigangur er. „Já, það er eina vitið, sveitirnar hafa öll tæki og tól og eru heppilegar í svona verkefni en að sjálfsögðu þarf viðkomandi sveitarfélag að borga fyrir vinnuna,“ segir Páll. Hann vill nota tækifærið og þakka Dýralæknaþjónustunni á Stuðlum í Ölfusi fyrir veitta aðstoð en þar eru alltaf allir boðnir og búnir til að hjálpa honum ef eitthvað er að með féð. Páll er með á þriðja hundrað fjár en sjálfur verður hann áttræður á næsta ári. 

2 myndir:

Skylt efni: útigangur

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...