Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Páll með eitt af lömbunum sem hafa komið í heiminn hjá honum í vor.
Páll með eitt af lömbunum sem hafa komið í heiminn hjá honum í vor.
Mynd / MHH
Fréttir 8. júní 2015

Heimti þrjár ær og tvo hrúta eftir tveggja ára útigang

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það er í rauninni ótrúlegt að kindurnar séu lifandi, þrjár ær og tveir hrútar, sem ég hef ekki séð í tvö ár, hafa verið á útigangi á Grafningsafrétti allan þennan tíma, ég trúi þessu varla. 
 
Skepnurnar voru horaðar og illa haldnar þegar ég fékk þær frá Villingavatni í Grafningi en þær eru allar að koma til og munu jafna sig smátt og smátt,“ segir Páll Þorláksson, sauðfjárbóndi á Sandhóli í Ölfusi, sem fékk féð nýlega heim til sín. Páll furðar sig á hvernig kindurnar hafi getað verið svona lengi á afréttinum án þess að nokkur hafi orðið þeirra var og þrátt fyrir að þar sé smalað reglulega.
 
„Ég botna bara ekkert í þessu, þetta er mál sem þarf að taka á og fá skýringar á, þetta má ekki gerast,“ bætir Páll við. Hann vill að björgunarsveitir á viðkomandi stöðum sjái um smölun á afréttum þar sem hugsanlegur útigangur er. „Já, það er eina vitið, sveitirnar hafa öll tæki og tól og eru heppilegar í svona verkefni en að sjálfsögðu þarf viðkomandi sveitarfélag að borga fyrir vinnuna,“ segir Páll. Hann vill nota tækifærið og þakka Dýralæknaþjónustunni á Stuðlum í Ölfusi fyrir veitta aðstoð en þar eru alltaf allir boðnir og búnir til að hjálpa honum ef eitthvað er að með féð. Páll er með á þriðja hundrað fjár en sjálfur verður hann áttræður á næsta ári. 

2 myndir:

Skylt efni: útigangur

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...