Gísli Hauksson, ánægður með smíði dóttur sinnar, Gunnhildar.
Gísli Hauksson, ánægður með smíði dóttur sinnar, Gunnhildar.
Mynd / Axel Þórisson
Fréttir 8. júlí 2024

Heimasmíðuð heyskafa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á bænum Stóru-Reykjum í Flóa hefur verið tekin í notkun heimasmíðuð heyskafa.

Hún er notuð á liðléttinginn á bænum. Skafan er v-laga og smíðuð í þeim tilgangi að hreinsa fóðurgangana sem eykur vinnuhagræði mikið í fjósavinnunni. „Dóttir mín, Gunnhildur, smíðaði þetta í bútækninámi sínu á Hvanneyri, en við feðginin hönnuðum þetta saman,“ segir bóndinn Gísli Hauksson. „Það er auðvelt að grípa sköfuna á liðléttingnum, enda eru engar slöngur eða tengingar. Þegar heyið er orðið moðað er hægt að ýta því beint upp í traktorsskófluna – það þarf því aldrei að moka neinu heyi.“

„Þetta er svo einfalt og rosalega vinnusparandi,“ heldur Gísli áfram en hann er með 70 kúa fjós auk geldneyta. „Fóðurgangarnir eru langir hjá mér og það er hægt að sópa þessu upp í einni ferð með þessu tæki.“

Gísli segir að þeir sem hafi séð hvernig tólið virki séu mjög hrifnir af því, en verst þó allra fregna þegar hann er spurður um mögulega fjöldaframleiðslu.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.