Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gísli Hauksson, ánægður með smíði dóttur sinnar, Gunnhildar.
Gísli Hauksson, ánægður með smíði dóttur sinnar, Gunnhildar.
Mynd / Axel Þórisson
Fréttir 8. júlí 2024

Heimasmíðuð heyskafa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á bænum Stóru-Reykjum í Flóa hefur verið tekin í notkun heimasmíðuð heyskafa.

Hún er notuð á liðléttinginn á bænum. Skafan er v-laga og smíðuð í þeim tilgangi að hreinsa fóðurgangana sem eykur vinnuhagræði mikið í fjósavinnunni. „Dóttir mín, Gunnhildur, smíðaði þetta í bútækninámi sínu á Hvanneyri, en við feðginin hönnuðum þetta saman,“ segir bóndinn Gísli Hauksson. „Það er auðvelt að grípa sköfuna á liðléttingnum, enda eru engar slöngur eða tengingar. Þegar heyið er orðið moðað er hægt að ýta því beint upp í traktorsskófluna – það þarf því aldrei að moka neinu heyi.“

„Þetta er svo einfalt og rosalega vinnusparandi,“ heldur Gísli áfram en hann er með 70 kúa fjós auk geldneyta. „Fóðurgangarnir eru langir hjá mér og það er hægt að sópa þessu upp í einni ferð með þessu tæki.“

Gísli segir að þeir sem hafi séð hvernig tólið virki séu mjög hrifnir af því, en verst þó allra fregna þegar hann er spurður um mögulega fjöldaframleiðslu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...