Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gísli Hauksson, ánægður með smíði dóttur sinnar, Gunnhildar.
Gísli Hauksson, ánægður með smíði dóttur sinnar, Gunnhildar.
Mynd / Axel Þórisson
Fréttir 8. júlí 2024

Heimasmíðuð heyskafa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á bænum Stóru-Reykjum í Flóa hefur verið tekin í notkun heimasmíðuð heyskafa.

Hún er notuð á liðléttinginn á bænum. Skafan er v-laga og smíðuð í þeim tilgangi að hreinsa fóðurgangana sem eykur vinnuhagræði mikið í fjósavinnunni. „Dóttir mín, Gunnhildur, smíðaði þetta í bútækninámi sínu á Hvanneyri, en við feðginin hönnuðum þetta saman,“ segir bóndinn Gísli Hauksson. „Það er auðvelt að grípa sköfuna á liðléttingnum, enda eru engar slöngur eða tengingar. Þegar heyið er orðið moðað er hægt að ýta því beint upp í traktorsskófluna – það þarf því aldrei að moka neinu heyi.“

„Þetta er svo einfalt og rosalega vinnusparandi,“ heldur Gísli áfram en hann er með 70 kúa fjós auk geldneyta. „Fóðurgangarnir eru langir hjá mér og það er hægt að sópa þessu upp í einni ferð með þessu tæki.“

Gísli segir að þeir sem hafi séð hvernig tólið virki séu mjög hrifnir af því, en verst þó allra fregna þegar hann er spurður um mögulega fjöldaframleiðslu.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f