Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heildarsala á kjöti dregst saman
Fréttir 3. júlí 2020

Heildarsala á kjöti dregst saman

Höfundur: Hörður Kristjánssom

Sala á íslensku kjöti dróst saman um 7,5% í maí en þá voru seld rúmlega 2.176 tonn. Þá hefur verið samdráttur í heildarkjötsölu yfir heilt ár sem nemur 2,4%. Á sama tíma var aukning í sölu á kindakjöti.

Sala á alifuglakjöti er meiri en allt annað, en af því voru seld rúm 748,3 tonn í maí. Í öðru sæti var sala á svínakjöti sem nam tæplega  637,9 tonnum. Kindakjöt var í þriðja sæti en af því voru seld rúm 424,2 tonn.

Af nautgripakjöti voru svo seld tæp 347,4 tonn og tæp 18,3 tonn af hrossakjöti.
Samdráttur í kjötsölu en samt aukin kinda- og hrossakjötssala

Ef litið er á sölu yfir 12 mánaða tímabil lítur dæmið aðeins öðruvísi út. Þar kemur fram að 4,2% samdráttur hefur orðið í sölu  á alifuglakjöti, en seld voru tæp 9.390 tonn. Um 4,2% samdráttur í sölu á svínakjöti, en því seldust rúm 6.514 tonn. Þá var 1,8% samdráttur í sölu á nautgripakjöti með heildarsölu upp á tæp 4.721 tonn. Um 1,6% aukning hefur hinsvegar orðið í sölu á kindakjöti og af því seldust tæp 7.060 tonn.

Einnig var 0,6% aukning í sölu á hrossakjöti, en af því seldust tæp 696 tonn. 

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...