Bændum er ráðlagt að fara yfir tryggingamálin og skoða hvort ökutækjatryggingar þeirra nái yfir eftirvagna eins og haugsugur og heyvinnutæki.
Bændum er ráðlagt að fara yfir tryggingamálin og skoða hvort ökutækjatryggingar þeirra nái yfir eftirvagna eins og haugsugur og heyvinnutæki.
Mynd / TB
Fréttir 7. ágúst

Haugsugulán varð bónda dýrkeypt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Með nýjum lögum um ökutækja­tryggingar, sem tóku gildi 1. janúar 2020, telst eftirvagn (t.d. kerrur, hestakerrur, tjaldvagnar og fellihýsi) eða annað tæki sem fest er við ökutæki sem ein heild.
 
Hjá bændum geta þetta t.d. verið rúlluvélar, vagnar, heyvinnuvélar, haugsugur o.fl. sem dregið er af dráttarvélum. Breytingin þýðir að ábyrgðartrygging ökutækis nær ekki yfir tjón sem verður á eftirvagni óháð eignarhaldi. Áður tók ábyrgðartryggingin á slíku tjóni ef eigandi eftirvagns var ekki ökumaður eða eigandi ökutækisins. 
 
Haugsugan ótryggð
 
Bóndi nokkur lánaði haugsugu á milli bæja eins og góðir nágrannar gera. Haugsugan var ekki tryggð sérstaklega en sá sem fékk hana lánaða lenti í tjóni. Haugsugan sjálf var ótryggð og lenti því tjónið á bóndanum sem fékk haugsuguna lánaða.
 
Vátryggingafélag Íslands kynnti breytingarnar með eftirfarandi dæmi: A fær kerru lánaða hjá B og lendir í ökutækjatjóni sem hann er valdur að.
 
Fyrir lagabreytingu:
Tjón á kerru greiðist úr ábyrgðartryggingu ökutækis A.
 
Eftir lagabreytingu: 
Tjón á kerru greiðist ekki úr ábyrgðartryggingu ökutækis A.
 
Ábyrgðartrygging ökutækis tekur áfram á tjónum sem verða vegna ökutækis sem dregur eftirvagn, að vagni frátöldum. Til að tryggja tengivagninn sjálfan þarf að kaskótryggja hann. Þess ber að geta að kaskótrygging ökutækis nær ekki yfir tengivagninn. 
 
Hálfkaskó getur dugað
 
Bændur eru margir hverjir með svokallaðar „hálfkaskótryggingar“ á dráttarvélum til landbúnaðar­starfa. Undir þann skilmála falla landbúnaðartæki í eigu vátryggingataka sem eru fast­tengd við dráttarvélina þegar hún veltur eða hrapar. Bótasvið tryggingarinnar innifelur einnig bruna, skemmdir vegna eldinga, rúðubrota og þjófnaðartilrauna en þessir þættir eiga eingöngu við um dráttarvélina sjálfa.Tryggingafélögin hafa hvatt sína viðskiptavini til þess að fara yfir trygginga­málin og hafa samband við sitt tryggingafélag ef þeir eiga tengivagn. 

Skylt efni: haugsugur | tryggingar

Byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi
Fréttir 19. september

Byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi

Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra...

Haldið í nostalgíu útileguferða
Fréttir 19. september

Haldið í nostalgíu útileguferða

Það hefur verið ævintýralegur vöxtur á framleiðslu íslenska sporthýsisins Mink ...

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...