Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Þórarinn Jónsson og Lisa Boije eru flutt með Matarbúrið úr Kjósinni út á Grandagarð í Reykjavík.
Þórarinn Jónsson og Lisa Boije eru flutt með Matarbúrið úr Kjósinni út á Grandagarð í Reykjavík.
Mynd / smh
Fréttir 5. október 2015

Grasfóðrað holdanauta­kjöt beint frá bónda

Höfundur: smh
Margir þeir sem vilja kaupa nautakjöt beint frá býli kannast vafalaust við verslunina Matarbúrið, sem starfrækt hefur verið á Hálsi í Kjós í um sex ár. Fyrir rúmum þremur vikum fluttist hún búferlum út á gamla Grandagarðinn í Reykjavík, í gömlu beitningaskúralengjuna í nágrenni við ostabúðina Búrið og ísbúðina Valdísi. 
 
Lisa Boije og Þórarinn Jónsson búa á Hálsi og ráku verslunina sem þar var. Nú hafa þau fengið Helga Ágústsson til liðs við sig í úrbeiningu og fleira. 
 
Nauta- og kanínukjöt til að byrja með
 
Þórarinn segir að til að byrja með verði eingöngu í boði nautakjöt frá þeim sjálfum, fyrir utan kanínukjöt sem þau selja frá Birgit Kositzke á Hvammstanga. „Við ætlum svo bara að sjá til hvað fólk vill annað – hver eftirspurnin er og reyna að svara henni. Við höfum fengið fyrirspurnir frá nokkrum um lambakjöt og mér finnst ekki ólíklegt að við munum taka það líka í sölu. Við ætlum bara að sjá hvernig þetta gengur svona í byrjun og í framhaldinu kannski þá að finna okkur einhverja samstarfsaðila. Við munum þó alltaf leggja mikla áherslu á allan rekjanleika afurðanna – að það liggi þá fyrir gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur um viðkomandi framleiðendur. 
 
Svo erum við með ýmis krydd, sultur, sinnep og chutney sem Lisa gerir, meðal annars úr uppskerunni úr garðinum,“ segir Þórarinn spurður um hvað muni verða í boði í Matarbúrinu. 
 
„Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og það hefur verið mikið að gera frá því að við opnuðum og það er ekki verra að byrja þannig – því þetta er alveg nýtt umhverfi fyrir okkur. Þótt við séum búin að reka verslun í sveitinni í sex ár þá er þetta allt annars konar verslunarrekstur. Hér í borginni er fólk oft bara að hugsa um að kaupa inn fyrir kvöldmatinn en í sveitaversluninni var það oft að birgja sig upp.“ 
 
Áhersla á grasfóðrun
 
„Við leggjum áherslu á að við erum með nautgripi sem eru eingöngu fóðraðir á grasi og heyi og ætlum að bjóða upp á allt af skepnunni – alla parta og skurði, bein og hala. Ef það eru sérstakar óskir viljum við að það sé haft samband með smá fyrirvara. Við erum með kjötvinnsluna heima og smá aðstöðu á Grandanum fyrir minni viðvik,“ segir Þórarinn. 

6 myndir:

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.