Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Göngukort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi
Fréttir 29. júní 2020

Göngukort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi

Höfundur: Ritstjórn
Út kom í vikunni fyrsta göngu­kort af svæðinu við Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi. Svæðið er undur­fallegt en lítt þekkt af göngufólki, þó fossarnir Drynjandi og Rjúkandi hafi mikið verið í umræðunni undan­farin misseri. 
 
Með kortinu fylgja göngu­lýsingar og fróðleikur um landslag, náttúrufar, byggð og sögu Árneshrepps. Kortið fer vel í vasa og fæst einnig með enskum texta.
 
Á kortinu er meðal annars að finna fossa, flúðir og nýuppgötvaða steingervinga svæðisins við Hvalá. Útlit göngukortsins er með svipuðu sniði og hin þekktu eitt hundrað ára gömlu dönsku herforingjaráðskort af Íslandi. Útgefandi eru samtökin ÓFEIG náttúruvernd.
 
 
Snæbjörn Guðmundsson jarð­fræðingur, hannaði kortið og ritstjórn var í höndum hans og Sifjar Konráðsdóttur, formanns ÓFEIGAR. Texta rituðu Snæbjörn Guðmundsson, Viðar Hreinsson, Sif Konráðsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson. Hönnun og uppsetning: Einar Geir Ingvarsson E&Co. Prentun: Litróf. Viljandi minningarsjóður styrkti útgáfuna.
 
Kortið liggur frammi á öllum helstu viðkomustöðum í Árneshreppi og víðar á Ströndum og fæst einnig afhent hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni 6 í Reykjavík, sem gjarnan sendir það í pósti auk þess sem hlaða má því niður https://www.fi.is/is/frettir/gongukort-um-hvalarsvaedid.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...