Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Góður traktor gulli betri
Fréttir 24. júlí 2014

Góður traktor gulli betri

Þegar rækta á skóg er gott að eiga góðan traktor og hann þarf hvorki að vera 200 hestöfl eða glænýr úr kassanum. Þetta veit Þorvaldur Böðvarsson, skógarbóndi á Grund II í Vestur-Hópi, sem keyrir öllum sínum plöntum út í skógræktarsvæðið á forláta Massey Ferguson 35x, trúlega árgerð 1964.

Traktorinn er á tvöföldum dekkjum að aftan, sem gerir hann stöðugan og eykur flotið. Tvöföldunin nýtist vel á skógarslóðunum á vorin sem eru oft blautir og illir yfirferðar og einnig þegar þarf að hossast um móana við girðingaviðhald. Þorvaldur nýtir traktorinn líka til slóðagerðar um skógræktarlandið. Við það verk er settur tætari aftan í traktorinn og tönnin að framan á virkar vel til að leggja nýjar slóðir og laga þá eldri.

Skógrækt hófst á Grund II árið 2009 og árlega hefur Þorvaldur sett niður á bilinu 9.000–15.000 plöntur með aðstoð góðra manna. Þetta kemur fram á vefnum skogarbondi.is. 

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...