Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jakobína Björg Halldórsdóttir og Jón Ingi Guð­munds­son í Fagranesi.
Jakobína Björg Halldórsdóttir og Jón Ingi Guð­munds­son í Fagranesi.
Fréttir 3. mars 2021

Góður árangur og bæting í ræktunarstarfinu á milli ára

Höfundur: Stjórn Félags sauðfjárbænda í A-Hún.

Ár hvert halda búgreinafélög í Austur-Húnavatnssýslu sam­eigin­lega árshátíð fyrir bændur héraðsins og veita þar viður­kenningar fyrir góðan árangur síðastliðins árs. Vegna covid-19 var ekki haldin búgreinahátíð en verðlaun voru þó veitt hjá Félagi sauðfjárbænda í A-Hún. með viðhöfn.

Framleiðsluárið 2020 var sauð­fjár­bændum í Austur-Húna­vatnssýslu gjöfult. Afurðir voru með mesta móti en í sýslunni voru 28.699 vetrarfóðraðar ær og þær skiluðu að jafnaði 27,3 kg.

Fallþungi var 16,6 kg, gerð 9,28, fita 6,1 og meðalaldur lamba var 137,4 dagar. Sé tekið mið af árinu 2019 er þetta bæting á milli ára og endurspeglast það í góðum árangri félagsmanna sem er eftirfarandi.

Eline Manon Schrijver og Jón Gíslason á Hofi.

Veitt voru verðlaun í eftirfarandi flokkum:

Hæst stigaðasti kollótti lambhrútur haustins 2020 var frá Hofi í Vatnsdal, það var hrúturinn Áfangi sem hlaut 90 stig. Hann er undan Árangri frá Árbæ og í móðurætt rekur hann einnig ættir sínar í Árbæ. Áfangi er sannkallaður glæsigripur hvort sem er á velli eða átöku. Annar var lambhrútur nr. 625A frá Kambakoti og hlaut hann 89 stig, hann er undan Gullkálfi frá sama bæ og má segja að þetta sé þrautræktaður heimahrútur. Þriðji var Snæbjörn frá Holti í Svínadal en hann hlaut 88.5 stig. Faðir hans er stöðvarhrúturinn Kollur frá Árbæ og í móðurætt er stutt í Baug frá Efstu-Grund. Augljóst er að kollótti fjárstofninn frá Árbæ er að auka gerð í hjörðum Austur-Húnvetninga.

Bergrún Ingólfsdóttir og Jón Kristófer Sigmarsson á Hæli.

Stigahæsti hyrndi lambhrútur haustsins var frá Hæli

Hæst stigaði hyrndi lambhrútur haustsins var frá Hæli, hann heitir Kasper og hlaut 89.5 stig. Faðir hans er stöðvarhrúturinn Glæpon frá Hesti og í móðurætt rekur hann ættir sínar að Svínafelli í Öræfum. Annar var Gunnar frá Sölvabakka, hann hlaut einnig 89.5 stig.

Hann er undan Fidda frá Sölvabakka sem er sonur Barkar frá Efri-Fitjum og í móðurætt rekur hann sig í stöðvarhrútana Berg frá Bergsstöðum í Miðfirði og Tjald frá Sandfellshaga. Þriðji var Grettir frá Sölvabakka og hlaut hann 89 stig, afi hans er Lási frá Leifsstöðum og í móðurættina rekur hann sig í Tjald frá Sandfellshaga. Þess má til gamans geta að þrátt fyrir þingeyskt blóð er hann ekki fullur af lofti og vó hann hvorki meira né minna en 73 kg.

Árni Bragason og Unnur Erla Björnsdóttir í Sunnu­hlíð.

Sú nýbreytni var hjá félaginu í ár að verðlauna fyrir bestu fimm vetra ána (fædd 2014). Skilyrði til viðurkenningar eru lágmark 100 fyrir alla eiginleika kynbótamats, þá raðað eftir mjólkurlagnis einkunn, ærin þarf að hafa skilað lambi gemlingsárið, að lágmarki tvílembd öll ár, 7.0 eða hærra í afurðastig og skilað að lágmarki 8 lömbum til nytja. Í ár var það kindin Fjárleg 14-209 frá Sunnuhlíð í Vatnsdal sem stóð efst. Hún hefur ætíð verið tvílembd og skilað lömbum snemma til slátrunar með 18,3 kg í meðalvigt, hún hefur einnig 8.4 í afurðarstig. Þrjár dætur hennar hafa verið settar á og líta vel út sem framtíðar ræktunargripir. Önnur var kindin MýraBirna frá Breiðavaði undan Bekra frá Hesti. Þriðja var kindin 14-435 frá Steinnesi en hún er undan Bósa frá Þóroddsstöðum.

Inga Sóley Jónsdóttir og Ólafur Magnússon á Sveinsstöðum.

Afurðahæsta búið (2019) voru Sveinsstaðir, þar voru á fóðrum 617 ær, frjósemi var 2.09 og afurðir eftir vetrarfóðraða kind 37.9 kg.

Þetta skilaði Sveinsstaðabúinu í 9. sæti yfir afurðarhæstu bú landsins sem eru með fleiri en 100 skýrslu­færðar ær. Annað sætið skipaði Stekkjardalur, þar voru á fóðrum 150 ær, frjósemi var 1.84 og afurðir eftir vetrarfóðraða kind 34.3 kg. Þriðja afurðarhæsta búið var Kornsá, þar voru á fóðrun 450 ær, frjósemi var 1.92 og afurðir eftir vetrarfóðraða kind 33 kg.

Fagranes í Langadal með bestu gimbrahjörðina

Besta gimbrahjörðin var í Fagranesi í Langadal, þar var glæsilegur hópur gimbra með meðalþykkt bakvöðva 32.8 mm. Þetta er annað árið í röð sem þau eru í efsta sæti en árið 2019 var meðalþykkt bakvöðva 32.9 mm. Annar besti hópurinn var á Sölvabakka, þar var meðalþykkt bakvöðva 32.1 mm. Þriðji besti hópurinn var í Stekkjardal en þar var meðalþykkt bakvöðva 31.4 mm.

Stjórn Félags sauðfjárbænda í A-Hún. óskar verðlaunahöfum til hamingju með góðan árangur og vonast til að hægt verði að halda veglega búgreinahátíð á árinu 2021. Við viljum þakka Sigurbjörgu í Litladal fyrir glæsilega verðlaunagripi sem hún hefur skorið út fyrir félagið undanfarin ár og RML fyrir upplýsingar úr skýrsluhaldi.

Verðlaunagripirnir.


Stjórn Félags sauðfjárbænda
í A-Hún.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...