Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ.
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. september 2021

Góð uppskera hjá garðyrkjubændum og allt selst

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Uppskera hefur alls staðar verið mjög góð og almennt bera garðyrkjubændur sig vel,“ segir Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ. Sprettan var góð, uppskeran mikil en tafir hafa orðið á upptöku vegna rigningatíðar sunnan- og vestanlands og eins hefur ekki alltaf tekist að fá nægan mannskap til upptökustarfa.

Axel segir að sumarið hafi komið vel út, „það selst allt sem í boði er nánast jafnóðum og það er komið á markað,“ segir hann. Íslenskt grænmeti eigi greinilega upp á pallborðið hjá landsmönnum, það njóti mikilla vinsælda og bendir hann á að í því liggi fjölmörg tækifæri til að auka við. „Ég sé fyrir mér að bæði þeir sem fyrir eru í greininni geti bætt við sig og eins er örugglega pláss fyrir nýja framleiðendur,“ segir hann.  

Vantar mannskap 

Það setur svolítið strik í reikninginn að sögn Axels hversu þrálát rigning hefur verið bæði um sunnan og ves-tanvert landið og hefur hún hamlað upptökustörfum. Við það bætist að skólafólk sem starfaði fyrir garðyrkjubændur í sumar er nú komið í skólann á ný og erfiðlega hefur gengið að fá fólk til starfa.

Axel segir að yfirleitt sjái garðyrkjubændur sölu rjúka upp að haustinu en þá fara landsmenn að gæða sér á súpum sem alla jafna eru fullar af grænmeti, hvort heldur sem er íslenska kjötsúpan eða aðrar.

Tækifæri á að auka við í selleríræktun

Hann segir að sellerí hafi verið að ryðja sér til rúms í fæðuvali Íslendinga og umræður nýverið um skort á því sé augljóslega ákall til bænda um að auka framleiðslu sína á þeirri vöru.

„Sellerí er að koma mjög sterkt inn, það er mikið notað í súpur og fleiri rétti og það er alveg ljóst að þarna eru tækifæri fyrir okkar garðyrkjubændur að spýta í lófana,“ segir Axel. Íslenskir bændur anni ekki eftirspurn nú, en hann vonar að einhver taki boltann á lofti og nýti sér tækifærið.

Uppskera á rófum og gulrótum er rétt að hefjast og stendur upptökutíð yfirleitt fram í október. Axel segir að hann heyri ekki annað en spretta sé góð og búast megi við ágætri uppskeru á því grænmeti. Vissulega hafi veðurfar skipst í tvö horn, þurrkar sett svip á veðrið fyrir austan og norðan en væta annars staðar, en hvarvetna hafi verið hlýtt og þar af leiðandi góð spretta.

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun