Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ.
Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. september 2021

Góð uppskera hjá garðyrkjubændum og allt selst

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Uppskera hefur alls staðar verið mjög góð og almennt bera garðyrkjubændur sig vel,“ segir Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ. Sprettan var góð, uppskeran mikil en tafir hafa orðið á upptöku vegna rigningatíðar sunnan- og vestanlands og eins hefur ekki alltaf tekist að fá nægan mannskap til upptökustarfa.

Axel segir að sumarið hafi komið vel út, „það selst allt sem í boði er nánast jafnóðum og það er komið á markað,“ segir hann. Íslenskt grænmeti eigi greinilega upp á pallborðið hjá landsmönnum, það njóti mikilla vinsælda og bendir hann á að í því liggi fjölmörg tækifæri til að auka við. „Ég sé fyrir mér að bæði þeir sem fyrir eru í greininni geti bætt við sig og eins er örugglega pláss fyrir nýja framleiðendur,“ segir hann.  

Vantar mannskap 

Það setur svolítið strik í reikninginn að sögn Axels hversu þrálát rigning hefur verið bæði um sunnan og ves-tanvert landið og hefur hún hamlað upptökustörfum. Við það bætist að skólafólk sem starfaði fyrir garðyrkjubændur í sumar er nú komið í skólann á ný og erfiðlega hefur gengið að fá fólk til starfa.

Axel segir að yfirleitt sjái garðyrkjubændur sölu rjúka upp að haustinu en þá fara landsmenn að gæða sér á súpum sem alla jafna eru fullar af grænmeti, hvort heldur sem er íslenska kjötsúpan eða aðrar.

Tækifæri á að auka við í selleríræktun

Hann segir að sellerí hafi verið að ryðja sér til rúms í fæðuvali Íslendinga og umræður nýverið um skort á því sé augljóslega ákall til bænda um að auka framleiðslu sína á þeirri vöru.

„Sellerí er að koma mjög sterkt inn, það er mikið notað í súpur og fleiri rétti og það er alveg ljóst að þarna eru tækifæri fyrir okkar garðyrkjubændur að spýta í lófana,“ segir Axel. Íslenskir bændur anni ekki eftirspurn nú, en hann vonar að einhver taki boltann á lofti og nýti sér tækifærið.

Uppskera á rófum og gulrótum er rétt að hefjast og stendur upptökutíð yfirleitt fram í október. Axel segir að hann heyri ekki annað en spretta sé góð og búast megi við ágætri uppskeru á því grænmeti. Vissulega hafi veðurfar skipst í tvö horn, þurrkar sett svip á veðrið fyrir austan og norðan en væta annars staðar, en hvarvetna hafi verið hlýtt og þar af leiðandi góð spretta.

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...