Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Góð grásleppuveiði en verð er of lágt
Mynd / vh
Fréttir 12. maí 2022

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðar á grásleppu hafa gengið þokkalega það sem af er yfir­standandi vertíð. Alls fengu 134 bátar leyfi til veiðanna í þá 25 daga sem hverjum báti er úthlutað.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að allmargir bátar hafi lokið veiðum og að nýir séu að detta inn.

„Aflinn það sem af er hefur verið góður en samt minni en á sama tíma á síðasta ári. Verð fyrir aflann hefur hækkað um fjórðung en er samt of lágt miðað við kostnað við veiðarnar. Annað sem er áhugavert er að verð á grásleppuhrognum er lágt miðað við verð sem er að fást fyrir annars konar hrogn sem er í hámarki um þessar mundir.“

Veðrið hefur verið grásleppu­sjómönnum skaplegt og einn bátur búinn að landa um 60 tonnum, sem er mjög góður afli, en meðaltal á bát það sem af er vertíðinni er um 22 tonn en var um 37 tonn í fyrra, sem helgast meðal annars af því að dögunum var fækkað úr 30 í 25.

Að sögn Arnar hefur ekki tekist að selja grásleppuhveljur til Kína á þessu ári og fer hún í bræðslu.

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...