Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sjókvíar Arnarlax í Arnarfirði
Sjókvíar Arnarlax í Arnarfirði
Mynd / VH
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.

Við slátrun úr sjókví 11 við Haganes í Arnarfirði í október síðastliðnum varð ljóst að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum 81.564 laxa hið minnsta. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafa verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar.

Í umfjöllun um málið á heimasíðu Mast segir að alls hafi 132.976 löxum verið komið fyrir í kví 11 í október 2020 og júlí 2021. Skráð afföll voru 33.097 fiskar en í október 2022, þegar slátrun var lokið úr kvínni, reyndist fjöldinn sem kom upp úr kvínni hins vegar vera aðeins 18.315 laxar.

Veruleg frávik í fóðurgjöf

Þegar tölur úr slátruninni í október síðastliðinn lágu fyrir og ljóst var að ekki var hægt að gera grein fyrir afdrifum rúmlega 80 þúsund laxa, hóf MAST rannsókn og krafði Arnarlax meðal annars um skýringar á misræmi í fóðurgjöf miðað við uppgefinn fjölda fiska í kvínni. Í ljós kom að veruleg frávik höfðu orðið í fóðurgjöf í kví 11 frá því í júní 2021, eða tveimur mánuðum áður en tilkynnt var um gat á kvínni síðastliðið sumar. Slíkt hefði átt að vekja sterkar grunsemdir fyrirtækisins um að eitthvað alvarlegt væri á seyði.

Kví 11 hefur áður verið til umfjöllunar en Arnarlax tilkynnti í ágústlok 2021 að gat hefði fundist á umræddri sjókví. Þá voru viðbrögð fyrirtækisins í samræmi við kröfur sem gerðar eru þegar slíkir atburðir eiga sér stað.

Alvarlegt brot að mati Mast

Samkvæmt 1. grein laga um fiskeldi eru markmið laganna meðal annars þau að stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytjastofna og telur Matvælastofnun að um alvarlegt brot sé að ræða, bæði út frá umfangi og hættu fyrir villta nytjastofna og lífríki, sem og að um er ræða brot sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með betri stjórn og innra eftirliti fyrirtækisins.

Arnarlax hyggst kæra

Í tilkynningu frá Arnarlaxi hyggst fyrirtækið kæra ákvörðun Mast um stjórnvaldssektina. Forsendur áfrýjunar af hálfu Arnarlax er að öllum viðbragðsferlum fyrirtækisins, sem og lögum og reglum, hafi verið fylgt til hins ýtrasta. Bæði í aðdraganda óhappsins og í kjölfar þess.

Að sögn Arnarlax er forsaga málsins sú að í lok ágúst í fyrra fannst, við reglubundið eftirlit, gat á einni af kvíum fyrirtækisins við Haganes í Arnarfirði. Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var strax virkjuð, gatinu lokað og var Matvælastofnun og Fiskistofu tilkynnt um málið samdægurs. Í samráði við Fiskistofu voru svo lögð út net sem að staðfesti að fiskur hafi sloppið úr kvínni.

Skylt efni: Matvælastofnun | laxeldi | arnarlax

Nokkrir bændur meðal styrkhafa
Fréttir 14. júní 2024

Nokkrir bændur meðal styrkhafa

Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní...

Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrj...

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...