Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Harpa Sigríður Óskarsdóttir aðstoðarmaður Garðars Kára, Garðar Kári Garðarsson og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Harpa Sigríður Óskarsdóttir aðstoðarmaður Garðars Kára, Garðar Kári Garðarsson og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Mynd / Sigurjón Ragnar
Fréttir 26. febrúar 2018

Garðar Kári er Kokkur ársins 2018

Höfundur: smh

Garðar Kári Garðarsson, matreiðslumeistari hjá Eleven Experience - Deplar Farm, bar sigur úr býtum síðastliðinn laugardag í keppninni um nafnbótina Kokkur ársins 2018. 

Keppt var í Hörpu þar sem gestir gátu fylgst með keppendum að störfum. Yfirdómari í 11 manna dómnefnd var Christopher W. Davidsen frá Noregi. Hann er margverðlaunaður í keppnismatreiðslu og hefur meðal annars unnið til silfurverðlauna í hinni kunnu keppni Bocuse d‘Or.

Í tilkynningu frá mótshöldurum er haft eftir Christopher að keppendur hafi komið vel undirbúnir til leiks og að keppnin hafi verið hörð. „...ég verð að hrósa þessum ungu íslensku kokkum fyrir þeirra framlag og er sérstaklega hrifinn af Garðari Kára sem kom og heillaði dómnefndina með sínum flotta mat og faglegu vinnubrögðum. Ísland er hágæða matarland og íslenskir kokkar standa sig afar vel í alþjóðlegum samanburði svo sem í alþjóðlegum matreiðslukeppnum,“ sagði Christopher. 

Þorsteinn Geir Kristinsson, Garðar Kári Garðarsson og Sigurjón Bragi Geirsson.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.