Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gæti endað í fangelsi fyrir að neita að úða með skordýraeitri
Fréttir 20. júlí 2015

Gæti endað í fangelsi fyrir að neita að úða með skordýraeitri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vínræktandi í Búrgúndí-héraði í Frakklandi, sem leggur áherslu á lífræna ræktun, á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi og háa sekt fyrir að neita að úða akra sína með skordýraeitri.

Stjórnvöld hafa fyrirskipað vínræktendum í Búrgúndí-héraði að úða vínekrur sínar með skordýraeitri til að stemma stigu við bakteríusýkingu sem herjar á vínviðarplöntur í nágrenni héraðsins. Rök þess sem neitar að eitra er að það komi ekki til greina að eyðileggja jarðveginn með eiturefnum.

Bakterían sem um ræðir nefnist Flavescence dorée á latínu og drepur ungar vínviðarplöntur og dregur verulega úr þrótti og framleiðslugetu fullorðinna plantna. Bakterían berst milli plantna með skordýrum og því talið mögulegt að hefta útbreiðslu hennar með skordýraeitri.

Um 140 þúsund manns hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við bóndann auk þess sem fleiri ræktendur í héraðinu eru líklegir til að fylgja í fótspor hans.

Skylt efni: Lífræn ræktun | Vínrækt

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...