Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gæti endað í fangelsi fyrir að neita að úða með skordýraeitri
Fréttir 20. júlí 2015

Gæti endað í fangelsi fyrir að neita að úða með skordýraeitri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vínræktandi í Búrgúndí-héraði í Frakklandi, sem leggur áherslu á lífræna ræktun, á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi og háa sekt fyrir að neita að úða akra sína með skordýraeitri.

Stjórnvöld hafa fyrirskipað vínræktendum í Búrgúndí-héraði að úða vínekrur sínar með skordýraeitri til að stemma stigu við bakteríusýkingu sem herjar á vínviðarplöntur í nágrenni héraðsins. Rök þess sem neitar að eitra er að það komi ekki til greina að eyðileggja jarðveginn með eiturefnum.

Bakterían sem um ræðir nefnist Flavescence dorée á latínu og drepur ungar vínviðarplöntur og dregur verulega úr þrótti og framleiðslugetu fullorðinna plantna. Bakterían berst milli plantna með skordýrum og því talið mögulegt að hefta útbreiðslu hennar með skordýraeitri.

Um 140 þúsund manns hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við bóndann auk þess sem fleiri ræktendur í héraðinu eru líklegir til að fylgja í fótspor hans.

Skylt efni: Lífræn ræktun | Vínrækt

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...